Blik ljósmyndaklúbbur | Opið hús og sýning í Setrinu
Blik ljósmyndaklúbbu efnir til opins húss laugardaginn 19. október kl. 11 - 16 í Setrinu, gamla Sandvíkurskóla, og opnar af því tilefni nýja ljósmyndasýningu.
Megapixel, ISO, lokunarhraði, prentun... latína?
Við getum ekki aðstoðað fólk með latínuna, en ef fólk vill fræðast um ljósmyndun, þá gæti aðild að Blik ljósmyndaklúbbi verið hjálpleg.
Í Blik ljósmyndaklúbbi erum um 45 félagar á öllum aldri. Við hittumst tvisvar í mánuði, á miðvikudagskvöldum yfir vetrarmánuðinu og svo einn til tvo laugardagsmorgna í mánuði.