Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Eyðir barnið þitt eða unglingurinn of miklum tíma á netinu?

  • 5.4.2022, 20:30 - 22:00, Vefviðburður

Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur, verður með fyrirlestur á TEAMS um netnotkun barna og unglinga þriðjudaginn 5. apríl kl. 20:30. Tengill á viðburð neðst í grein.

Fyrirlestur um hættur netsins með sérstaka áherslu á svokallaða "netfíkn" en rannsóknir benda til að sirka 12% reglulegra netnotenda eigi á hættu að ánetjast notkun sinni. 

Börn og unglingar eru sérstaklega útsett fyrir þessum vanda og því mikilvægt að foreldrar skilji vandann og viti hvað best sé að gera í málinu.

Nokkuð ljóst er að netið sé komið til að vera og því þýðir lítið að loka augunum fyrir því að þar geta leynst hættur eins og annarsstaðar. Við sendum börnin okkar ekki út í umferðina án þess að hafa kennt þeim umferðarreglurnar en við opnum oft heim netsins fyrir þeim án þess að skilja hann almennilega sjálf. 

Með réttri vitneskju og nálgun eiga allir að geta notið netsins og alls sem að það hefur upp á að bjóða án vandkvæða.

Hvetjum alla foreldra til að horfa!


FYRIRLESTUR | TEAMS


Viðburðadagatal

16.9.2025 - 24.9.2025 Litla Leikhúsið Grunnnámskeið í leiklist / Theater workshop

Leikfélag Selfoss verður með leiklistarnámskeið fyrir nýliða og þá sem reyndari eru í haust / Leikfélag Selfoss will be hosting a theatre workshop this fall for both beginners and those with more experience

Sjá nánar
 

18.9.2025 - 25.9.2025 Selfosskirkja Gefðu íslensku séns - Hraðstefnumót við íslenskuna 18. - og 25. september

Fyrirkomulagið verður eins og á hraðstefnumóti eða svokölluðu speed-dating nema hvað markmiðið er að æfa sig í íslensku

Sjá nánar
 

23.9.2025 - 30.9.2025 Sundhöll Selfoss Íþróttavika Evrópu - Zumba sundlaugarpartí í Sundhöll Selfoss 27. september

Í tilefni af íþróttaviku Evrópu dagana 23. - 30. september 2025 þá verður boðið upp á Zumba tíma með Gunnhildi Þórðardóttur í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica