Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fræðsla og samvera | Fyrir mæður og verðandi mæður

  • 23.2.2024, 9:30 - 11:30
  • 1.3.2024, 9:30 - 11:30

Fræðslan er gjaldfrjáls og sérstaklega hugsuð fyrir mæður og verðandi mæður.

Fræðsla og samvera

Markmiðið er að valdefla og styðja við mæður á fjölbreyttan hátt svo þær eigi auðveldara með að taka stjórn á eigin lífi og standa með sjálfri sér. Við fáum til okkar fræðslu frá ýmsum fagaðilum, svo sem sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðingi, námsráðgjafa, doktor í geðvísindum ásamt fleiri góðum gestum.

Hópurinn hittist á föstudögum einu sinni í viku í sex vikur kl. 09:30 - 11:30. Fyrsti hittingur er föstudaginn 26. janúar.

Velkomið að koma með börnin með sér.

Aðstaðan

Fræðslan fer fram í Pakkhúsinu, þar er góð aðstaða fyrir ungabörn og mæður þeirra til að eiga notalega stund
saman í rólegu umhverfi. Boðið verður uppá kaffiveitingar meðan á fræðslunni stendur.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Ellý Tómasdóttur í síma 480 1951 eða á elly.t@arborg.is


Viðburðadagatal

2.3.2024 - 25.8.2024 Listasafn Árnesinga Listasafn Árnesinga | Fjórar sýningar

Fjórar sýningar frá 02. mars til og með 25. ágúst.
Loftnet | Hamflettur | Kaþarsis | Draumur móður minnar

Sjá nánar
 

16.7.2024 - 16.9.2024 Listagjáin Kristjana sýnir í Listagjánni

Kristjana Gunnarsdóttir hefur opnað sýningu í Listagjánni á Selfossi. Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafnsins og stendur til 16. september. 

Sjá nánar
 

27.7.2024 10:00 - 16:00 Sumarmarkaður á Selfossi 2024

Í sumar, alla laugardaga, verður haldinn útimarkaður í Tryggvagarði á Selfossi frá kl. 10:00 til 16:00.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica