Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fræðsla og samvera | Fyrir mæður og verðandi mæður

  • 23.2.2024, 9:30 - 11:30
  • 1.3.2024, 9:30 - 11:30

Fræðslan er gjaldfrjáls og sérstaklega hugsuð fyrir mæður og verðandi mæður.

Fræðsla og samvera

Markmiðið er að valdefla og styðja við mæður á fjölbreyttan hátt svo þær eigi auðveldara með að taka stjórn á eigin lífi og standa með sjálfri sér. Við fáum til okkar fræðslu frá ýmsum fagaðilum, svo sem sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðingi, námsráðgjafa, doktor í geðvísindum ásamt fleiri góðum gestum.

Hópurinn hittist á föstudögum einu sinni í viku í sex vikur kl. 09:30 - 11:30. Fyrsti hittingur er föstudaginn 26. janúar.

Velkomið að koma með börnin með sér.

Aðstaðan

Fræðslan fer fram í Pakkhúsinu, þar er góð aðstaða fyrir ungabörn og mæður þeirra til að eiga notalega stund
saman í rólegu umhverfi. Boðið verður uppá kaffiveitingar meðan á fræðslunni stendur.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Ellý Tómasdóttur í síma 480 1951 eða á elly.t@arborg.is


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

13.12.2025 Miðbær Selfoss Jólasveinar koma úr Ingólfsfjalli

Jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á Brúartorginu í Miðbæ Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica