Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Gullspor í Sjóminjasafninu

  • 7.9.2024 - 6.10.2024, Byggðasafn Árnesinga

September mánuður á Sjóminjasafninu verður tileinkaður arfleið gull- og silfursmiða í héraðinu.

Verkefnið Gullspor verður allt í senn, örsýning, söguganga og greiningardagur

Örsýningin Gullspor í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka mun fjalla um handverk gull- og silfursmiða í Árnessýslu á 19. og 20. öld. Söguganga um Eyrarbakka fer á slóðir þeirra smiða sem störfuðu í þorpinu og á sérstökum greiningardegi rýna sérfræðingar í djásn úr einkaeigu.

7. september kl. 14:00
Örsýning um gull- og silfursmíði í Árnessýslu | Söguganga á slóðir gullsmiða á Eyrarbakka.

6. október kl. 14:00
Greiningardagur | Sérfræðingar rýna í djásn úr einkaeigu.

Gullspor er unnið í samstarfi við Félag íslenskra gullsmiða sem fagna nú 100 ára afmæli og er styrkt af Safnasjóði.

Byggdasafn_logo_midja


Viðburðadagatal

31.1.2026 Sviðið MAMMA MIA PARTY

MAMMA MIA PARTY sem hefur slegið í gegn þar sem var uppselt var á öll kvöldin 2025 á Sviðinu og uppselt á Græna hattinum tvö kvöld í röð.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica