Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Gullspor í Sjóminjasafninu

  • 7.9.2024 - 6.10.2024, Byggðasafn Árnesinga

September mánuður á Sjóminjasafninu verður tileinkaður arfleið gull- og silfursmiða í héraðinu.

Verkefnið Gullspor verður allt í senn, örsýning, söguganga og greiningardagur

Örsýningin Gullspor í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka mun fjalla um handverk gull- og silfursmiða í Árnessýslu á 19. og 20. öld. Söguganga um Eyrarbakka fer á slóðir þeirra smiða sem störfuðu í þorpinu og á sérstökum greiningardegi rýna sérfræðingar í djásn úr einkaeigu.

7. september kl. 14:00
Örsýning um gull- og silfursmíði í Árnessýslu | Söguganga á slóðir gullsmiða á Eyrarbakka.

6. október kl. 14:00
Greiningardagur | Sérfræðingar rýna í djásn úr einkaeigu.

Gullspor er unnið í samstarfi við Félag íslenskra gullsmiða sem fagna nú 100 ára afmæli og er styrkt af Safnasjóði.

Byggdasafn_logo_midja


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

14.12.2025 Gamla kartöflugeymslan á Eyrarbakka Jólajazz í Gömlu kartöflugeymslunni

Öll hjartanlega velkomin á hlýlega jólatónleika í Gömlu kartöflugeymslunni við Búðarstíg á Eyrarbakka þann 14.desember kl. 20:00.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica