Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Hálendisvinirnir opna hjörtu sín. ,,Það sem hjartað veit í dag veit höfuðið á morgun”

  • 15.8.2025 - 15.9.2025, Listagjáin
  • 15.8.2025 - 15.9.2025, Sundhöll Selfoss

Samsýning Davíðs Samúelssonar og Sólveigar Þorbergsdóttur í Listagjánni og Norðurgangi, Sundhöll Selfoss.

Davíð Samúelsson er fæddur í Neskaupstað 1966, ólst að hluta upp á Norðfirði og í Færeyjum en að mestu leiti á Suðurlandi í Þorlákshöfn.

Margir Sunnlendingar þekkja Davíð þar sem hann starfaði við ferðaþjónustu í landshlutanum í tvo áratugi fyrst sem skálavörður á Fjallabaki og Þórsmörk svo sem forstöðumaður Upplýsingarmiðstöðvar Suðurlands og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands.

Seinustu ár hefur Davíð verið búsettur erlendis í París og nú í Brussel. Hann útskrifaðist í húsaskreytingamálun við Van der Kelen Institute Brussel 2007 og undanförnum árum hefur Davíð málað undir handleiðslu Gutthier Hubert listmálara og prófessors í Brussel.

Málverk Davíðs endurspegla oft allt það sem við horfum á en forðumst að tala um. Hann byggir myndir sínar upp í lögum sem draga fram áferðir og gefa portrettmyndum hans sérstök einkenni og undirstrika nærveru viðfangsefnisins. Það er engin þörf á stórum myndflötum þar sem hughrifin skila sér í einhvers konar samanþjappaðri spennu.

Sýningin ,,Gestakomur 2024” eru hugarflæði Davíðs, engar fyrirmyndir heldur er hugsun og tilfinningar látnar ráða ferð, einstöku sinnum eru eyru, augu, hár eða önnur sérkenni fengin að láni. Myndirnar eiga sér einhverjar samsvaranir í raunveruleikanum en eru á engan hátt málaðar til líkja eftir einhverjum sérstökum.

Sólveig Þorbergsdóttir fædd 1964, stundaði nám í Listaháskólanum í Utrecht í Hollandi, HKU frá 1988 til 1992 og hefur hún haldið nokkrar einkasýningar og einnig tekið þátt í samsýningum bæði í Hollandi, Englandi og Íslandi.

Síðastliðin 30 ár hefur Sólveig kennt við Waldorfskólann í Lækjarbotnum og auk þess haldið hina ýmsu listviðburði.

Síðan 2024 hefur hún alfarið snúið sér að myndlist og unnið með ýmissi tækni í fjölbreittan efnivið svo sem frjálsan útsaum, skúlptur, ljóðagerð, prentun og málun.

Innblásturinn er að mestu leiti fenginn frá persónulegri reynslu, þar sem ég var nálægt því að drukkna í sundi frá Gróttu á Seltjarnarnesi. Það var augnablik þar sem ég upplifði að flæðandi hafið tengdist öllum heimsálfum og ströndum allra landa, og á sama tíma tengdist ég þeim í gegnum hafið, var eitt með hafinu“.

Verkin á sýningunni eru ýmist valin saman eða gerð í flæði sérstaklega fyrir þessa sýningu og endurspegla samband manneskjunnar við vatn og haf.

 Sýningin í Listagjánni er opin á opnunartíma Bókasafns Árborgar, Selfossi.
Sýningin á Norðurgangi, Sundhöll Selfoss er opin á opnunartíma Sundhallar Selfoss.

Bokasaf-logo


Viðburðadagatal

10.6.2025 - 22.8.2025 Sveitarfélagið Árborg Sumarfrístund 2025

Sumarfrístund verður frá 10. júní til 22. ágúst 2025. 

Sjá nánar
 

15.8.2025 - 15.9.2025 Listagjáin Hálendisvinirnir opna hjörtu sín. ,,Það sem hjartað veit í dag veit höfuðið á morgun”

Samsýning Davíðs Samúelssonar og Sólveigar Þorbergsdóttur í Listagjánni og Norðurgangi, Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

15.8.2025 - 15.9.2025 Sundhöll Selfoss Hálendisvinirnir opna hjörtu sín. ,,Það sem hjartað veit í dag veit höfuðið á morgun”

Samsýning Davíðs Samúelssonar og Sólveigar Þorbergsdóttur í Listagjánni og Norðurgangi, Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica