Höfundaheimsókn | Bókasafn Árborgar, Selfossi

  • 26.11.2022, 11:00 - 12:00, Bókasafn Árborgar, Selfoss

Ungmenna- og barnabóka höfundarnir Kristín Björg og Rebekka Sif lesa upp úr ævintýralegu bókunum: Dóttir Hafsins, Bronsharpan og Gling Gló.  Tilvalið fyrir börn á aldrinum 10 - 13 ára.

  • Kristinogrebekka

Dóttir Hafsins eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur

DottirHafsins_kiljaLíf Elísu gjörbreytist á einni nóttu þegar hún heyrir undarlega tónlist berast frá hafinu. Tónlistin leiðir hana niður í fjöru og ofan í undirdjúpin. Elísa dregst inn í háskalega atburðarás og kemst að því að hún er hluti af spádómi ævafornrar menningar á hafsbotni. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2020 í flokki barna- og ungmenna bókmennta.

Bronsharpan eftir Kristínu Björgu SigurvinsdótturBronsharpan

Rúmu ári eftir ævintýrið í hafinu er Elísa stödd í ókunnum heimi. Þar kynnist hún fjórum ungmennum sem hafa svipaða krafta og hún. Gæslumenn grunnefnanna hafa verið kallaðir saman til að bjarga deyjandi heimi. Tekst þeim ætlunarverk sitt? Bókin kom út haustið 2022.

GlinggloGling Gló eftir Rebekku Sif Stefánsdóttur

Tímaferðalag, undarleg barnshvörf og óhugnanlegt samsæri kemur meðal annars við sögu í þessari æsispennandi bók. Gling Gló er bók fyrir krakka sem elska tölvuleiki og dularfullar ráðgátur. Gling Gló er fyrsta barnabók Rebekku sem hefur áður gefið út skáldsögurnar Flot (Króníka, 2022) og Trúnaður (Storytel, 2022).

 


Viðburðadagatal

1.12.2022 - 16.12.2022 Bókasafn Árborgar, Selfoss Sjóðurinn góði | Amnesty International

Pakkar fyrir Sjóðinn góða og alþjóðleg herferð Amnesty International á bókasafni Árborgar, Selfossi.

Sjá nánar
 

3.12.2022 - 23.12.2022 11:00 - 16:00 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala Skógræktarfélags Árnesinga

Komið og höggvið ykkar eigin jólafuru í jólaskóginum að Snæfoksstöðum í Grímsnesi.

Sjá nánar
 

9.12.2022 - 6.1.2023 Listagjáin Jól í Kaupfélaginu | Listagjáin

Jólin í Kaupfélagi Árnesinga á árunum 1959 til 1967. Ljósmyndir og jólaskreytingar.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica