Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Íslandsleikarnir 2025

  • 29.3.2025 - 30.3.2025, Selfoss

Íslandsleikarnir verða haldnir á Selfossi dagana 29. - 30. mars 2025.

Leikarnir eru fyrir þá sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og eða eru með stuðningsþarfir

Á leikunum er keppt í fimm íþróttakreinum fótbolta, körfubolta, handbolta, fimleikum og frjálsum. Einnig verða opnar æfingar í þessum sömu greinum sem öllum er frjálst að mæta í.

Hægt er að skrá lið en einstaklingar geta líka skráð sig og verða þá settir í lið. Leikarnir eru fyrir iðkendur á öllum aldri. Gisting í boði í skólastofum föstudags- og laugardagskvöld. Sundlaugaparty, leikir og fleira!

Islandsleikar-banner

Þátttökugjald kr. 5.000 (mótsgjald, gisting, morgunmatur, hádegismatur, bolur, pitsuveisla)

Skráning opnar 1. mars og lýkur 25. mars

Skráning fer fram hér


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

16.12.2025 Litla Leikhúsið Jólakvöld Leikfélags Selfoss

Hið árlega Jólakvöld Leikfélags Selfoss verður haldið þriðjudagskvöldið 16. desember kl. 20:00 í Litla Leikhúsinu við Sigtún.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica