Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Jólatrjáasala Skógræktarfélags Árnesinga

  • 3.12.2022 - 23.12.2022, 11:00 - 16:00, Snæfoksstaðir

Komið og höggvið ykkar eigin jólafuru í jólaskóginum að Snæfoksstöðum í Grímsnesi.

Skógræktarfélag Árnesinga verður með jólatrjáasölu að Snæfoksstöðum í Grímsnesi alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum, kl. 11:00 - 16:00, ásamt vikunni 19. - 23. desember kl. 11:00 - 16:00

Veljið tré af Jólatorginu eða höggvið eigin jólafuru í jólaskóginum. Einnig í boði hin sívinsælu tröpputré, plattar, kurl og eldiviður (birki/fura). Kakó og lummur.

Staðsetning: Snæfoksstaðir, merkt rétt neðan við Kerið í Grímsnesi.

Góð ráð til að íslenska jólatréð standi ferskt

Með því að velja íslenskt jólatré styrkir þú skógræktarstarfið á Íslandi. Fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30- 40 ný tré í útivistarskóga sína, sem opnir eru allan ársins hring. Engin eiturefni eru notuð við ræktun jólatrjáa á Íslandi.

Til að tryggja að tréð standi ferskt yfir jólin þarf að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum.

A. Geymið jólatréð á köldum stað fyrir uppsetningu, til dæmis á svölum eða í bílskúr.
B. Ágætt er að geyma það með fótinn í vatni.
C. Þegar tréð er sett upp á að saga sneið neðan af bolnum, ca. 2-5 cm þykka.
D. Hafið tréð í rúmgóðum fæti og gætið þess að ávallt sé nóg vatn í honum þannig að þorni aldrei alveg á trénu.
E. Fyrsta vatnsáfyllingin má gjarna vera með heitu vatni.

Að notkun lokinni á að skila trénu í endurvinnslu.


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

3.12.2025 Selfosskirkja Jólatónleikar Jórukórsins

Miðvikudaginn 3.desember býður Jórukórinn Sunnlendinga velkomna á sína árlegu jólatónleika í Selfosskirkju kl 18:30 og 20:30. Þar gefst Sunnlendingum tækifæri á að njóta huggulegrar jólastundar í heimabyggð. Tónleikarnir eru uppskeruhátíð hauststarfs kórsins þar sem sunnlenskar konur eru í aðalhlutverki og kórkonur sýna afrakstur æfinga, textasmíða og lagaútsetninga kórs og kórstýru.

Sjá nánar
 

4.12.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Höfundaheimsókn | Bjarni M. Bjarnason

Fimmtudaginn 4. desember kl. 16:30 kemur Bjarni M. Bjarnason á Bókasafnið á Selfossi og spjallar við okkur um bókina Andlit.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica