Kosning á íþróttamanneskjum Árborgar 2024
Fræðslu- og frístundanefnd stendur fyrir kjöri á íþróttamanneskjum Árborgar ár hvert. Í ár eru 11 konur og 13 karlar tilnefnd til að hljóta titilinn.
Síðustu ár höfum við stuðst við netkosningu sem reynst hefur vel. Þannig gefst öllum áhugasömum tækifæri til að taka þátt og hafa áhrif á hver eru valin íþróttamanneskjur Árborgar 2024.
Netkosningin er opin út föstudaginn 20. desember nk. og munu úrslit hennar gilda 20% á móti atkvæðum valnefndarinnar þannig að sú íþróttamanneskja sem endar með flest atkvæði í hverjum flokki fær 18 stig, næst flest atkvæði gefa 15 stig, þriðja sætið gefur 12 stig, fjórða sætið gefur 9 stig og fimmta sæti 6 stig.
Eftirtaldir hafa hlotið tilnefningu í kjöri á íþróttamanneskjum Árborgar 2024
Íþróttakona Árborgar 2024
Ásta Petrea Hannesdóttir | Motocross
Félag: Umf. Selfoss
Deild: Motocross
Íþróttaárangur á árinu 2024:
2. sætið til Íslandsmeistara í motocross í opnum kvennaflokk.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Annað sem mætti koma fram um viðkomandi:
Ásta hefur verið í stjórn motocrossdeildar UMFS í nokkur ár, hefur unnið mikið í að styrkja kvennastarfið í motosporti.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Ásta Petrea hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og er farin að berjast um toppsætin í Íslandsmótinu í kvennaflokki, þar má sjá að æfingar hennar eru skila miklum árangri. Síðasta sumar var besta sumarið hjá Ástu þar sem hún varð í 2. sæti til Íslandsmeistara í opnum kvennaflokki.
Bergrós Björnsdóttir | Lyftingar
Félag: CrossFit Selfoss
Deild: Lyftingar
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Bergrós Björnsdóttir skrifaði sig í sögu lyftinga á Íslandi þegar hún vann silfur í -71kg flokki kvenna á Heimsmeistaramóti 17 ára og yngri sem fram fór í Lima, Perú þegar hún lyfti 198kg samanlagt. Þetta eru fyrstu verðlaun sem íslendingur vinnur á Heimsmeistaramóti í Ólympískum lyftingum yfir alla aldursflokka.
Einnig keppti hún á Heimsleikunum í CrossFit unglinga 3ja árið í röð. Það er alveg magnað að keppa á tveimur heimsmeistaramótum á sama árinu en hún lét það ekki duga og landaði hún 1. sætinu í unglingakeppni á Spáni og keppti tvisvar sinnum í flokki fullorðinna í CrossFit á árinu, annars vegar á Miami og hinsvegar í Evrópukeppni sem fór fram í Frakklandi aðeins 17 ára gömul og rétt að byrja.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Heimsmeistaramót í Perú
Bergrós snaraði 88kg sem var 1kg bæting á íslandsmetinu í aldurs og þyngdarflokknum. Í jafnhendingu lyfti hún 110kg og er það 4kg bæting á íslandsmetinu í aldursflokknum. Þetta tryggði henni 2. sætið á heimsmeistaramótinu. Bergrós bætti sig um 17 kg á árinu og á hún öll íslandsmetin undir 15 ára og undir 17 ára í tveim flokkum -64kg og -71kg. Bergrós keppir einnig ávallt fyrir hönd Íslands í öllum CrossFit keppnum sem hún keppir á erlendis.
Annað sem mætti koma fram um viðkomandi:
Bergrós er ung og efnilega stelpa, sem leggur hart að sér alla daga til þess að ná þangað sem hún er í dag. Bergrós er metnaðarfull, kurteis og yfirveguð og svo sannarlega fyrirmynd innan sem utan vallar og þá sérstaklega góð fyrirmynd fyrir okkar yngri iðkendur í CrossFit og lyftingum. Ótrúlega mögnuð íþróttakona sem ætlar sér alltaf alla leið.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Þrátt fyrir ungan aldur er Bergrós komin á heimsmælikvarða í tveimur íþróttum. Hún er eini íslenski unglingurinn sem hefur keppt 3x á heimsleikunum í CrossFit og fyrst allra íslendinga á pall á HM. Þetta var hennar annað skipti á heimsmeistaramóti í Ólympískum lyftingum en hún keppti fyrst árið 2022 í Mexico. Þá er hún einnig eini íslenski unglingurinn sem hefur keppt í flokki fullorðinna í CrossFit.
Bryndís Embla Einarsdóttir | Frjálsar
Félag: Umf. Selfoss
Deild: Frjálsíþróttadeild
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Bryndís Embla er eitt mesta kastaraefni landsins. Hún kastaði lengst allra 15 ára stúlkna í heiminum með 600gr. spjóti á árinu. Hún var 15. best í Evrópu hjá öllum stúlkum 17 ára og yngri þrátt fyrir að vera einungis 15 ára gömul.
Hún setti 3 Íslandsmet í spjótkasti í flokki 15 ára stúlkna, með 400gr., 500gr. og 600gr. spjóti og hún sló einnig Íslandsmetið í kringlukasti(750gr.) í sínum aldursflokki. Þrátt fyrir ungan aldur setti hún einnig Selfossmet í spjótkasti (600gr.) í kvennaflokki og er hún í 12. sæti í spjótkasti kvenna á Íslandi frá upphafi sem er stórkostlegur árangur hjá 15 ára stúlku.
Hún er í öðru sæti í kvennaflokki á árinu 2024 í spjótkasti. Hún er í unglingalandsliði Íslands í öllum fjórum kastgreinunum og sýnir það fjölhæfni hennar að á Unglingalandsmóti UMFÍ vann hún til gullverðlauna í spjótkasti og fékk silfur bæði í kúlu og kringlu. Á Gautaborgarleikunum sem er sterkt alþjóðlegt mót náði Bryndís Embla þeim frábæra árangri að vinna til gullverðlauna í kúluvarpi og silfurverðlauna í spjótkasti (400gr) í flokki 15 ára auk þess sem hún lenti í 4. sæti í kringlukasti á nýju Íslandsmeti.
Hún vann til silfurverðlauna í spjótkasti bæði í Bikarkeppni FRÍ og MÍ fullorðins. Í sínum aldursflokki rakaði hún til sín verðlaunum á árinu. Hún varð fjórfaldur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki og tvöfaldur Bikarmeistari. Bryndís Embla vann það einstaka afrek að slá 30 HSK met á árinu í aldursflokkum frá 15 ára upp í 20 - 22 ára og sýnir það vel hversu öflug hún er.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
FRÍ sendi ekki unglingalandslið til keppni á árinu 2024, valdi eingöngu unglingalandslið þar sem Bryndís Embla náði lágmörkum í 4 greinum.
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Bryndís Embla er aðstoðarþjálfari hjá frjálsiþróttadeild og sinnir þeim störfum sínum af miklum áhuga og eldmóð. Hún er frábær fyrirmynd fyrir aðra iðkendur auk þess sem hún er í Ungmennaráði Árborgar.
Annað sem mætti koma fram um viðkomandi:
Bryndís Embla er frábær liðsfélagi frjálsíþróttadeildar. Hún gefur mikið af sér til yngri iðkenda hvort sem er í þjálfun eða sem liðsfélagi.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Bryndís Embla setti fjögur Íslandsmet í sínum aldursflokki á árinu. Hún er númer tvö á afrekslista Íslands í spjótkasti í kvennaflokki ásamt því að vera efst á heimslista 15 ára stúlkna með 600 gr spjóti. Gull og silfur á sterku alþjóðlegu móti.
Brynja Líf Jónsdóttir | Knattspyrna
Félag: Umf. Selfoss
Deild: Knattspyrnudeild
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Brynja var á lokahófi knattspyrnudeildar verðlaunuð fyrir mestu framfarir á árinu ásamt því að vera valin besti varnamaðurinn og að lokum besti leikmaður meistaraflokks kvenna.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Brynja Líf er mikill félagsmaður, boðin og búin að aðstoða í störfum deildarinnar. Kemur að dómgæslu leikja í yngri flokkum ásamt því að standa vaktirnar á yngri flokka mótum deildarinnar ár hvert.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamann sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Brynja Líf var lykilleikmaður í ungu liði Selfoss á árinu. Brynja er mikil fyrirmynd fyrir leikmenn bæði innan vallar sem utan, spilaði allar mínútur Selfoss liðsins tímabilið 2024, bæði í deildarkeppni og bikar.
Dagný María Pétursdóttir | Taekwondo
Félag: Umf. Selfoss
Deild: Taekwondo
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Brons á Norðurlandamóti í +73kg flokki kvenna
Gullverðlaun á bikarmóti í +73kg flokki kvenna og valin keppandi mótsins
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Brons á Invitational Games for Small Countries G1 í +73kg flokki kvenna sem haldið var í Möltu.
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Dagný hefur verið frá upphafi verið dugleg að hlaupa undir bagga fyrir félagið ef það hefur vantað aðstoð við þjálfun og aðstoðað á æfingum.
Annað sem mætti koma fram um viðkomandi:
Alltaf tilbúin að leggja deildinni lið.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamann sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Því miður er enginn í hennar þyngdarflokki á Íslandi í bardaga. Hún þarf þess vegna að sækja öll bardagamót erlendis.
Elsa Karen Sigmundsdóttir | Fimleikar
Félag: Umf. Selfoss
Deild: Fimleikadeild
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Íslandsmeistari í 1. Flokki í hópfimleikum
Bikarmeistari í 1. Flokki í hópfimleikum
Keppti á Norðurlandamóti unglinga í Svíþjóð
3. Sæti á Evrópumóti í hópfimleikum
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Keppti á Norðurlandamóti unglinga í Svíþjóð
Keppti með stúlknaliði Íslands á Evrópumóti 2024 Í Azerbaijan. Liðið lenti í 3. sæti.
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Elsa þjálfar í íþróttaskóla Fimleikadeildarinnar og kemur að fjáröflunum fyrir deildina.
Annað sem mætti koma fram um viðkomandi:
Elsa keppti upp fyrir sig í vetur og keppti með meistaraflokki Selfoss á öllum þeirra mótum, með góðu gengi. Elsa Karen keppir með stökk sem fáar stúlkur á Íslandi gætu leikið eftir á hennar aldri. Hún er virkilega metnaðarfull, æfir með Selfoss og er í fimleikaakademíunni á Selfossi og er á leið til Danmerkur í efterskóla eftir áramót til þess að geta lagt enn meiri áherslu á fimleikana. Elsa Karen er mikil fjölþrautamanneskja sem þýðir að hún er jafnvíg á öllum áhöldum í hópfimleikum, en það þarf mikla færni til þess að hafa snerpuna, liðleikann og agann til þess. Hún er hefur vakið mikla athygli fyrir framúrskarandi fimleika í vetur, sem eftir er tekið á landsvísu og utan landssteina.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamann sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Elsa Karen varð á árinu Íslands og Bikarmeistari með sínu liði, ásamt því að keppa með þeim á Norðurlandamóti unglinga. Elsa var lykilleikmaður með stúlknalandsliði Íslands á Evrópumótinu í hópfimleikum og lenti liðið þar í 3. sæti eftir harða baráttu.
Heiðrún Anna Hlynsdóttir | Golf
Félag: Golfklúbbur Selfoss
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Spilaði á Evrópumótinu í golfi með A landsliði kvenna.
2. Sæti á vormóti GSÍ.
Sigraði Undankeppnina fyrir íslandsmótið í holukeppni kvenna.
Spilaði með liði golfklúbbs Selfoss á Íslandsmóti golfklúbba í 1. deild kvenna þar sem hún sigraði alla sína leiki.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Spilaði á Evrópumótinu í golfi með A landsliði kvenna.
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Þjálfar innan golfklúbbsins, stelpuhóp og nýliða.
Er í mótsstjórn Golfklúbbs Selfoss.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Heiðrún spilaði á Evrópumótinu í golfi með A-landsliði kvenna. Hún endaði í 2. Sæti á vormóti GSÍ og sigraði undankeppnin fyrir íslandsmótið í holukeppni. Hún var hluti af kvennaliði GOS í íslandsmóti golfklúbba í 1. deild þar sem hún sigraði alla sína leiki.
María Sigurjónsdóttir | Lyftingar, golf og frjálsar
Félag: Íþróttafélagið Suðri
Deild: Lyftingar, golf og frjálsar
Íþróttaárangur á árinu 2024:
2. sæti á MÍ öldunga í kúluvarpi
1. sæti á Íslandsmeistaramóti ÍF í lyftingum
3. sæti á Special Olympic festival í golfi
3. sæti á Special Olympic heimsmeistaramóti IPF í Reykjanesbæ
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
María hefur alveg frá upphafi verið dugleg að sinna hinum ýmsu verkefnum innan félagsins. Sat lengi í stjórn sem áheyrnarfulltrúi iðkenda, er aðstoðarþjálfari í boccia og alltaf tilbúin til að taka að sér önnur verkefni sem til falla.
Annað sem mætti koma fram um viðkomandi:
María átti mjög gott ár núna 2024 og bætti sig í öllum greinum og samanlögðum árangri í lyftingum.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
María er öflug íþróttakona sem lætur fátt stoppa sig. Hún hefur æfir og keppir í frjálsum, golfi og lyftingum. Hún er að bæta sig í flestum greinum. Spennandi tímar fram undan og María á mikið inni.
Perla Ruth Albertsdóttir | Handknattleikur
Félag: Umf. Selfoss
Deild: Handknattleiksdeild
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Perla Ruth var lykilleikmaður í meistaraflokks liði Selfoss sem vann Grill 66 deildina á keppnistímabilinu sem lauk síðastliðið vor og tryggðu sér sæti í Olísdeildinni, efstu deild.
Perla Ruth var gríðarlega öflug á síðasta keppnistímabili í yfirburðarliði Selfoss í Grill 66 deildinni, skoraði hún 7,85 mörk að meðaltali í leik ásamt því að leika lykilhlutverk í varnarleik liðsins.
Á lokahófi Selfoss var Perla Ruth valin markadrottning liðsins ásamt því að vera valin varnarmaður ársins.
Perla Ruth leikur lykilhlutverk á báðum endum vallarins ásamt því að vera fyrirliði í liði Selfoss á þessu keppnistímabili sem situr í 4. sæti deildarinnar nú þegar mótið er rétt tæplega hálfnað.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Perla Ruth hefur leikið alla leiki íslenska landsliðsins á þessu ári og er orðin fastamaður í liðinu. Perla lék alla fjóra leikina á árinu í undankeppni EM þar sem liðið tryggði sér sæti á EM 2024 sem haldið er í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Perla Ruth lék einnig alla 7 æfingaleiki landsliðsins á árinu. Þá lék Perla 3 leiki með Íslandi á EM í Austurríki í byrjun Desember. Hún var lykilmaður þar sem að Ísland vann sinn fyrsta sigur í sögunni á EM. Perla var markahæst í Íslenska liðinu í öllum 3 leikjunum og var meðal annars valin maður leiksins í sigurleiknum gegn Úkraínu. Að lokinni riðlakeppni þar sem Ísland lauk keppni var Perla þriðji markahæsti leikmaður mótsins, ásamt því að vera með bestu skotnýtinguna af öllum leikmönnum með 20 mörk eða meira.
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Perla Ruth er gríðarlega metnaðarfull íþróttakona sem er til fyrirmyndar á öllum sviðum. Hún leggur gríðarlega mikið á sig á hverjum degi til þess að ná sem lengst. Hún hefur háleit markmið sem hún ætlar sér að ná og hefur helgað líf sitt að því markmiði og er ungum sem öldnum mikil fyrirmynd. Hún er einnig dugleg við að sinna vinnu við deildina, hvort sem er í þjálfun, aðstoð í handboltaskólanum, fjáröflunum eða öðrum þeim verkefnum sem liggja fyrir. Ómetanlegt þegar afreksmenn deildarinnar láta gott af sér leiða til þeirra yngri og eru þeim góð fyrirmynd.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Perla Ruth var burðarás í liði Selfoss sem sigraði Grill66 deildina á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Olísdeildinni. Hún hefur einnig verið fastamaður í íslenska landsliðinu á árinu og lék með því á Evrópumótinu í nóvember og desember.
Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir | Körfuknattleikur
Félag: Körfuknattleiksfélag Selfoss
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Sigríður Svanhvít byrjaði í meistaraflokki kvenna í haust og hefur fengið dýrmætar mínútur þrátt fyrir að vera 14 ára gömul.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Undir lok árs var Sigríður Svanhvít valin í æfingahóp U15 landsliðs Íslands
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Sigríður Svanhvít hefur verið lykilleikmaður í sínum aldursflokki með Selfoss Körfu á undanförnum árum. Síðastliðið sumar hóf hún að æfa með nýstofnuðu liði meistaraflokks kvenna hjá félaginu og hefur fengið dýrmætar mínútur í meistaraflokki þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára gömul. Í haust hófst samstarf með Þór Þ í aldursflokki Sigríðar og er liðið sem stendur efst í 2. deild Íslandsmótsins. Síðastliðið vor skráði Selfoss lið í 8. flokk drengja á Gautaborg Festival í körfubolta. Þar lék Sigríður með strákunum og var mikilvæg í liðinu á mótinu.
Védís Huld Sigurðardóttir | Hestaíþróttir
Félag: Hestamannafélagið Sleipnir
Deild: Hestaíþróttir
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Sigurvegari Meistaradeild ungmenna í einstaklings keppninni.
Reykjavíkurmeistaramót - ungmennaflokkur - 2. sæti í tölti T1, 2. sæti í fimmgangi F1 og 3.sæti í slaktaumatölti T2.
WR íþróttamót Sleipnis - Sigurvegari í fimmgangi F1 ungmennaflokki.
Gæðingamót Sleipnis - Sigurvegari í B-flokki ungmenna.
Íslandsmeistaramót - 2.-3. sæti í slaktaumatölti T2, 4. Sæti fimmgangur og 4.sæti tölt T1.
Landsmót hestamanna - 2.sæti í B-flokki ungmenna.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Norðurlandameistari í fimmgangi ungmenna á Búa frá Húsavík.
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Védís hefur lagt hönd á plóginn á íþróttamótum sem ritari dómara. Hún heldur einnig námskeið á heimili sínu á Sunnuhvoli og aðstoðar yngri knapa að ná lengra. Hefur hún náð frábærum árangri með Loft Breka Hauksson á síðasta keppnistímabili.
Annað sem mætti koma fram um viðkomandi:
Védís Huld hefur keppt frá barnsaldri og er margverðlaunaður knapi og reynslumikil þrátt fyrir ungan aldur. Védís Huld er í fremstu röð meðal ungmenna í Íslandshestaheiminum. Hún kemur alltaf vel fyrir, ríður hestum sínum af mikilli fagmennsku þannig það geislar af hestum hennar og er hrein unun að sjá samspilið hjá henni og hestum hennar. Védís Huld hefur átt frábært keppnisár.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Védís Huld er margverðlaunuð og reynslumikill knapi þrátt fyrir ungan aldur. Hápunktar ársins eru klárlega sigur hennar í einstaklingskeppni meistaradeild ungmenna, Norðurlandameistaratitill í fimmgangi ungmenna og 2.sæti í B-flokki ungmenna á landsmóti hestamanna.
Íþróttakarl Árborgar 2024
Alexander Adam Kuc | Motocross
Félag: Umf. Selfoss
Deild: Motocross
Íþróttaárangur á árinu 2024:
2.sæti til Íslandsmeistara í flokknum MX1.
3. sæti til Íslandsmeistara Enduro.
2. sæti í enduro 14-19 ára.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Alexander keppti í Motocross of Nations sem er stærsta liðakeppni í heimi.
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Alexander hefur verið að þjálfa motocross krakkana hjá UMFS og hjá VÍK - Vélhjólaíþróttaklúbbnum síðastliðin tvör ár.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Alexander Adam skipar sér í röð þeirra bestu á Íslandi í motocrossi. Hann er metnaðarfullur, æfir mikið bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur keppt erlendis bæði á eigin vegum og fyrir Íslands hönd í landsliðsverkefnum.
Aron Emil Gunnarsson | Golf
Félag: Golfklúbbur Selfoss
Íþróttaárangur á árinu 2024:
1. sæti á Vormóti NK.
1. sæti í Íslandsmót goflklúbba með GOS GSÍ 19 - 23 ára.
1. sæti í Heimslistamóti GSÍ.
2. sæti í Íslandsmóti í Golfi og þar í 1. sæti af áhugamönnum.
Hafnaði í 3. sæti á GSÍ mótaröðinni yfir árið 2024
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Keppti í EM liða í 2. deild í Póllandi þar sem við enduðum í 2. sæti og komum karlaliðinu aftur upp í 1. deild á næsta tímabili.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Aron Emil endaði í 2. sæti með A-landsliði karla á Evrópumótinu í golfi í 2. deild. Hann varð annar á Íslandsmótinu í höggleik og var þar efstur áhugakylfinga. Aron sigraði á þremur mótum á vegum GSÍ á árinu og endaði þriðji á stigalista GSÍ mótaraðarinnar 2024.
Aron var einn af liðsmönnum GOS sem sigruðu Íslandsmót golfklúbba 19 - 23 ára
Björn Jóel Björgvinsson | Taekwondo
Félag: Umf. Selfoss
Deild: Taekwondo
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Silfur á Íslandsmótinu í -80 kg flokki karla.
Silfur á bikarmóti í -80 kg flokki karla.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Æfir með landsliðshópnum
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Tekur þátt í starfi félagsins og æfingum.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamann sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Björn Jóel er okkar sterkasti bardagamaður verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni.
Dagur Jósefsson | Knattspyrna
Félag: Umf. Selfoss
Deild: Knattspyrnudeild
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Varnarmaður ársins á lokahófi knattspyrnudeildar UMF. Selfoss ásamt því að vinna 2. deild karla sem og Fótbolta.net bikarinn sem er bikarkeppni neðri deildar, lið frá 2. - 4. deildar á Íslandi.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Dagur var ásamt leikmönnum meistaraflokks karla mikilvægur þátttakandi í fjáröflunum deildarinnar sem og samskiptum við stuðningsmenn félagsins.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamann sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Dagur sannaði sig á þessu ári sem einn mikilvægasti varnarmaður liðsins. Hann spilaði lykilhlutverk í að tryggja deildar- og bikarmeistaratitil liðsins á árinu. Dagur byrjaði 24 af 28 leikjum í öllu keppnum. Dagur er framtíðar leikmaður Selfoss og er mikil fyrirmynd bæði innan sem utan vallar.
Hannes Höskuldsson | Handknattleikur
Félag: Umf. Selfoss
Deild: Handknattleiksdeild
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Hannes æfir og spilar handknattleiks með Umf. Selfoss í Olísdeildinni sem vinstri hornamaður.
Hannes er lykilmaður og fyrirliði í meistaraflokks liði Selfoss sem lék á síðasta tímabili í efstu deild og leikur á þessu keppnistímabili í næst efstu deild.
Hannes er lykilmaður á báðum endum vallarins í liði Selfoss.
Hannes var valinn varnarmaður ársins á lokahófi deildarinnar síðasta vor.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Hannes tók ekki þátt í landsliðsverkefnum á árinu 2024.
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Hannes er metnaðarfullur íþróttamaður sem er til fyrirmyndar á öllum sviðum. Hann leggur mikið á sig á hverjum degi til þess að ná sem lengst. Hannes er mjög virkur í starfi deildarinnar en hann þjálfar í yngri flokkum deildarinnar en einnig er hann mjög virkur í sjálfboðaliðastarfi deildarinnar eins og t.d. fjáröflunum, dómgæslu í yngri flokkum ofl.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Hannes er burðarás í meistaraflokksliði Selfoss. Hannes hefur sannað sig sem mikilvægur leikmaður fyrir félagið bæði varnar og sóknarlega. Hann er fyrirmynd innan og utan vallar fyrir aðra iðkendur félagsins.
Hákon Þór Svavarsson | Skotíþróttir
Félag: Skotíþróttafélag Suðurlands
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Stigameistari Skotíþróttasambands Íslands.
Íslandsmeistari 2024.
Jöfnun á eigin Íslansdmeti 122/125.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Heimsbikarmót Rabat Marokko 47 sæti skor 114/125.
Heimsbikarmót Lonato Ítalíu 79 sæti skor 115/125.
Ólympíuleikar París 2024 23. sæti 116/125.
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Ritari í stjórn og einkasmiður félagsins.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Hákon keppti á Ólympíuleikunum í París 2024 og lenti þar í 23. sæti. Þá er hann Íslandsmeistari 2024 og jafnaði eigið Íslandsmet 122 af 125.
Hjálmar Vilhelm Rúnarsson | Frjálsar
Félag: Umf. Selfoss
Deild: Frjálsíþróttadeild
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Hjálmar Vilhelm náði frábærum árangri á frjálsíþróttavellinum á árinu 2024. Hann var valinn í unglingalandslið Íslands í 9 greinum og sýnir það vel fjölhæfni hans. Hann var valinn fyrir hönd Íslands til að keppa á Norðurlandamótinu í fjölþrautum í flokki 17 ára og yngri þar sem hann endaði í 5. sæti en varð efstur af sínum jafnöldrum (16 ára). Hann vann til tveggja bronsverðlauna og silfurverðlauna á Bikarkeppni FRÍ í fullorðinsflokki þrátt fyrir að vera eingöngu 16 ára. Á Gautaborgarleikunum sem er sterkt alþjóðlegt mót vann hann til bronsverðlauna í spjótkasti í sínum aldursflokki ásamt því að lenda í 4. sæti í þrístökki og 100m hlaupi og 5. sæti í kúluvarpi. Á Unglingalandsmóti UMFÍ varð hann fjórfaldur landsmótsmeistari. Hann varð áttfaldur Íslandsmeistari á árinu í sínum aldursflokki og hlaut fimm silfurverðlaun. Hjálmar Vilhelm sló 5 HSK met á árinu 2024 í sínum aldursflokki.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Hjálmar Vilhelm keppti með landsliði Íslands á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum þar sem hann endaði í 5. sæti í flokki 16 - 17 ára.
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Hjálmar Vilhelm sinnir starfi aðstoðarþjálfara af miklum metnaði og er gríðarlega góð fyrirmynd yngri iðkenda. Hann er alltaf boðinn og búinn að leggja deildinni lið.
Annað sem mætti koma fram um viðkomandi:
Hjálmar Vilhelm er frábær liðsfélagi frjálsíþróttadeildar. Hann gefur mikið af sér til yngri iðkenda hvort sem er í þjálfun eða sem liðsfélagi.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Hjálmar Vilhelm er gríðarlega efnilegur í tugþraut. Hann náði 5. sæti á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum í flokki 17 ára og yngri en var efstur af 16 ára keppendum. Var valinn í unglingalandsliði Íslands í 9 greinum og vann til bronsverðlauna á sterku alþjóðlegu móti í spjótkasti.
Ingvar Jóhannesson | Akstursíþróttir
Félag: Torfæruklúbburinn
Deild: Akstursíþróttir
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Í ár setti Ingvar strax tóninn með því að sigra fyrstu keppni ársins á Hellu og leit ekki í baksýnisspegilinn eftir það og leiddi keppni til Íslandsmeistara allt tímabilið.
Árangur tímabilsins varð á endanum:
1. sæti á Hellu
2. sæti í Hafnarfirði
3. sæti á Egilsstöðum
5. sæti á Blönduósi
3. sæti á Akureyri
Ingvar endaði því með að verða Íslandsmeistari með yfirburðum með 22. stiga forskot á næsta mann eftir eitt harðasta keppnistímabil í torfæru hingað til.
Ingvar keppti einnig í báðum bikarmótum ársins þar sem að hann endaði annarsvegar í 2. sæti og hinsvegar í 4. sæti og endaði því samanlagt í 3. sæti til bikarmeistara.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Annað sem mætti koma fram um viðkomandi:
Ingvar keppti fyrst í torfæru árið 2019 og keppti ekki fullt tímabil frá 2019 - 2021. Árið 2022 keppti Ingvar fyrst í öllum keppnum tímabilsins og skoraði stig í öllum keppnum og endaði þá í 5.sæti til Íslandsmeistara. Leiðin hefur svo bara legið upp á við þar sem að árið 2023 náði Ingvar í sinn fyrsta sigur í torfæru og urðu þeir alls þrír það tímabilið.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Í ár setti Ingvar strax tóninn með því að sigra fyrstu keppni íslandsmeistaramótsins á Hellu og leit ekki í baksýnisspegilinn eftir það og leiddi keppni til Íslandsmeistara allt tímabilið. Ingvar endaði því með að verða Íslandsmeistari með yfirburðum með 22. stiga forskot á næsta mann eftir eitt harðasta keppnistímabil í torfæru hingað til.
Sigurður Fannar Hjaltason | Júdó
Félag: Umf. Selfoss
Deild: Júdódeild
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Íslandsmeistaramót Judo, Íslandsmeistari „Gull“.
Haustmót JSÍ 1. sæti „Gull“.
Vormót JSÍ 2. Sæti „Silfur“.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Hann er virkur í félagsstarfi deildarinnar og hjálpar hiklaust við viðburði hjá yngri flokkunum, hvort sem það er að verða út um veitingar eða grilla þær fyrir þau. Júdódeild UMFS er afar stolt af honum sem júdómanni, einstaklingi og félaga.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Með einbeitni og ástundun til margra ára hefur þessi öflugi júdómaður Sigurður Fannar Hjaltason náð miklum árangri í júdó árið 2024. Hann hefur unnið tvö gull og eitt silfur ásamt því að verða íslandsmeistari. Hann hefur lagt mikið á sig og veitir öðrum innan deildarinnar hvatningu til árangurs.
Sigurður Óli Guðjónsson | Knattspyrna
Félag: Knattspyrnufélag Árborgar
Deild: Knattspyrna
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Sigurður Óli var lykilmaður í sterku liði Árborgar 2024. Hann átti stóran þátt í því að félagið vann sinn fyrsta bikar í mörg ár, þegar liðið vann Lengjubikarinn. Sjóli, eins og hann er kallaður, var einnig mikilvægur þáttur í því að liðið endaði í 3. sæti á síðustu leiktíð og var liðið hársbreidd frá því að fara upp um deild. Sjóli spilaði 28 leiki í deild, bikar og deildarbikar árið 2024 og skoraði í þeim 11 mörk ásamt því að eiga 8 stoðsendingar. Hann er félagsmaður mikill og er frábær fyrirmynd innan sem utan vallar, frábær fulltrúi Knattspyrnufélags Árborgar. Hann var valinn leikmaður ársins 2024 á lokahófi Árborgar.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Sjóli er frábær fulltrúi félagsins og leggur hart að sér bæði innan og utan vallar. Hann er einn af þeim leikmönnum sem myndi deyja fyrir klúbbinn og sýndi hann það á Sumar á Selfossi, þegar hann stóð vaktina alla helgina. Sumar á Selfossi er aðal fjáröflun félagins og þar sýna leikmenn miklá óeigingirni í þágu félagsins, þar á meðal Sjóli.
Annað sem mætti koma fram um viðkomandi:
Sigurður Óli er frábær drengur og á framtíðina fyrir sér.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Siguður Óli var valinn leikmaður ársins í liði Árborgar 2024, varð lengjubikarmeistari og endaði í 3. sæti 4. deildarinnar. Hann spilaði 28 leiki, skoraði 11 mörk og lagði upp 8, og er frábær fyrirmynd og fulltrúi félagsins.
Sigurjón Ægir Ólafsson | Lyftingar og frjálsar
Félag: Íþróttafélagið Suðri
Deild: Lyftingar og frjálsar
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Íslandsmeistaramót fatlaðra í kraftlyftingum 3. sæti.
Special Olympics dagur á heimsmeistaramótinu 2. sæti.
ATH! Sigurjón er að keppa í sínum þyngdarflokki ekki fötlunarflokki. Það er enginn í heiminum sem keppir í lyftingum í hans fötlunarflokki.
HSK mót kúlukast 1. sæti.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Annað sem mætti koma fram um viðkomandi:
Sigurjón Ægir á engan sér líkan í lyftingum á heimsvísu. Hann lætur hörðustu menn fella tár þegar hann stendur upp úr hjólastólnum og lyftir lóðum eins og ekkert sé. Nú þegar er hann farinn að myndast við að fara að æfa kúluvarp í stól. Hann ætlar ekki að láta vaxandi sjúkdómseinkenni stoppa sig heldur halda áfram og finna það sem hentar fyrir hann til að halda áfram að stunda íþróttir. Samanber HSK mót s.l sumar þar sem hann tók sig til og kastaði kúlu úr stólnum sínum.
Forseti alþjóða kraflyftingasambandsins sagði á lokahófi HM í Njarðvík í nóvember s.l að fólk með fötlun getur allt eins og Sigurjón Ægir sýndi á mótinu, stendur uppúr hjólastólnum sínum og rífur upp 80 kg!
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Sigurjón Ægir er einstakur í sinni íþrótt. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm sem hann glímir við lætur hann ekkert stoppa sig. Hann sýnir mikla elju og er öllum góð fyrirmynd.
Sigursteinn Sumarliðason | Hestaíþróttir
Félag: Hestamannafélagið Sleipnir
Deild: Hestaíþróttir
Íþróttaárangur á árinu 2024:
WR íþróttamót Spretts - 1. sæti í 100 m skeiði.
WR íþróttamót Sleipnis - 1. sæti 250 m skeið og 8. sæti í fimmgangi meistaraflokki.
Gæðingamót Fáks - 3. sæti í 250 m skeiði og 3. sæti eftir forkeppni en varð að draga sig út úr úrslitum.
Gæðingamót og úrtaka Sleipnis -3. sæti í A-flokki gæðinga.
Íslandsmeistaramót - Íslandsmeistari í 250 m skeiði ásamt því að ná besta tíma ársins og 3.sæti í 100 m skeiði.
Landsmót hestamanna - 2. sæti í 250 m skeiði, 2. sæti í 100 m skeiði og 5. sæti í A-flokki gæðinga.
Skeiðleikar Líflands og Eques - 3. sæti 250m skeið.
WR Suðurlandsmót Geysi - 5. sæti í 250 m skeiði.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Er í A-landsliðshópnum fyrir HM 2025 með Krókus frá Dalbæ en þeir eiga besta tímann á árinu eða 21,35 sek.
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
Hefur stundað tamningar, þjálfun og kennslu til margra ára. Innan félagsins sem utan.
Annað sem mætti koma fram um viðkomandi:
Sigursteinn er í 3ja sæti á heimslistanum í 250 m skeiði og með besta tíma ársins 2024. Margfaldur meistari í hinum ýmsum greinum og heimsmeistari. Síðustu ár hefur hann farið mikið á skeiðbrautinni með hestinn Krókus frá Dalbæ og stefna þeir á HM 2025.
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Sigursteinn tryggði sér besta tíma ársins í 250 m skeiði og Íslandsmeistaratitil í greininni á Krókusi frá Dalbæ. Sigursteinn fór mikinn í skeiðkappreiðum ársins með góðum árangri og var valinn í A-landsliðshópinn með Krókus fyrir HM 2025 í Swiss.
Tristan Máni Morthens | Körfuknattleikur
Félag: Körfuknattleiksfélag Selfoss
Íþróttaárangur á árinu 2024:
Tristan Máni var lykilmaður með 12. flokki sem komst í undanúrslit Íslandsmótsins í vor og í haust vann Tristan Máni sér sæti í byrjunarliði meistaraflokks með góðum leik, sérstaklega varnar megin.
Landsliðsárangur á árinu 2024:
Undir lok árs var Tristan Máni valinn í æfingahóp U20 landsliðs Íslands
Stuttur texti um viðkomandi íþróttamanneskju sem birtist opinberlega ásamt mynd (hámark 40 orð):
Síðastliðið haust vann Tristan Máni sér sæti í byrjunarliðinu með góðum leik, sérstaklega varnar megin þar sem hann hefur oft fengið það hlutverk að verjast sterkasta leikmanni andstæðinganna. Tristan Máni var einnig lykilmaður með 12. flokki sem komst í undanúrslit Íslandsmótsins. Þá lék liðið afar vel á sterku og fjölmennu móti í Gautaborg síðastliðið vor. Selfossliðið gerði sér lítið fyrir og komst alla leið í úrslit á mótinu en þurfti þó að lokum að sætta sig við silfur. Undir lok árs var Tristan Máni valinn í æfingahóp u20 landsliðs Íslands.