Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listagjáin | Hring eftir hring

  • 8.3.2021 - 11.4.2021, Listagjáin

 Kristrún Helga Marinósdóttir (Dúdda) sýnir verk úr íslenskri ull í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi.

Verkin á sýningunni eru unnin úr íslenskri ull og er innblástur þeirra sóttur í íslenska náttúru og þá hringrás sem stöðugt á sér stað þar. Má sjá vísun í mosa, steina, flóru, vatn og ís.  
Auk þess sem verkin fegra þann vegg sem þau hang á þá bæta þau einnig hljóðvist.

Dúdda er alin upp á Tálknafirði í stórum hóp systkina í miklu návígi við náttúruna. Hún hefur búið á Selfossi að mestu leyti frá 16 ára aldri. Dúdda hefur haft mikla þörf fyrir að skapa og hefur notað ýmsa miðla til þess t.d. ljósmyndun, myndlist og fleira. Hring eftir hring er fyrsta sýning Dúddu.

Sýningin er sölusýning.
Verið kærlega velkomin!

Sýningin stendur til 11. apríl nk. og er opin á sama tíma og bókasafnið, frá kl. 9 - 19 alla virka daga og kl. 10 - 14 laugardaga.


Viðburðadagatal

10.6.2025 - 22.8.2025 Sveitarfélagið Árborg Sumarfrístund 2025

Sumarfrístund verður frá 10. júní til 22. ágúst 2025. 

Sjá nánar
 

15.8.2025 - 15.9.2025 Listagjáin Hálendisvinirnir opna hjörtu sín. ,,Það sem hjartað veit í dag veit höfuðið á morgun”

Samsýning Davíðs Samúelssonar og Sólveigar Þorbergsdóttur í Listagjánni og Norðurgangi, Sundhöll Selfoss. Sýningin stendur frá 15. ágúst til 15. september 2025.

Sjá nánar
 

15.8.2025 - 15.9.2025 Sundhöll Selfoss Hálendisvinirnir opna hjörtu sín. ,,Það sem hjartað veit í dag veit höfuðið á morgun”

Samsýning Davíðs Samúelssonar og Sólveigar Þorbergsdóttur í Listagjánni og Norðurgangi, Sundhöll Selfoss. Sýningin stendur frá 15. ágúst til 15. september 2025.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica