Listagjáin | Jónína Sigurjónsdóttir
Jónína Sigurjónsdóttir sýnir vatnslitamyndir með stuttum skilaboðum um lífið og leikinn.
Jónína Sigurjónsdóttir hársnyrtir, skáld og myndlistakona sýnir í Listagjánni, Ráðhúsi Árborgar.
Jónína er fædd og uppalin á Selfossi, bjó lengi á Mýrunum fyrir austan en flutti í Hveragerði fyrir um 20 árum síðan.
Myndirnar sem eru til sýnis í Listagjánni eru litlar vatnslitamyndir með stuttum textum um lífið og leikinn.
Sýningin í Listagjánni er sölusýning og verður opin á sama tíma og bókasafnið til 15. september.
Verið öll hjartanlega velkomin