Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listahátíðin Hafsjór - Oceanus vorið 2022

  • 15.5.2022 - 15.6.2022, Eyrarbakki

Alþjóðlega listahátíð frá 15. maí til 15. júní 2022 á Eyrarbakka og er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga og Ástu V. Guðmundsdóttur listamanns og sýningarstjóra hátíðarinnar.

Sýningarnar munu standa allt sumarið fram á haust

Listafólkið kemur frá Suður-Kóreu, Japan, Mauritius, Póllandi, Litháen, Indlandi, Nepal, Frakkland, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Íslandi og munu blása lífi í allt samfélagið. 

Þau munu vinna verk sín á staðnum í alls kyns skemmum og skúrum og sækja innblástur bæði úr nærsamfélaginu og úr safninu sjálfu. Saga og menning Eyrarbakka og nágrennis fær mögulega nýja túlkun í meðförum erlendra listamanna. 

Opnunarhátíð verður helgina 11. - 12. júní en opnar vinnustofur, listasmiðjur og fyrirlestrar verða einnig hluti af hluti af hátíðinni og liður í að tengja saman gesti og listamenn.

Listamaðurin Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir er forgangsmaður listahátíðarinnar. Ásta er búsett í Skúmstaðarhverfinu á Eyrarbakka þar sem hún er með vinnustofu.

Tilgangur hátíðarinnar er að efla listsköpun á svæðinu, mynda tengsl við aðra menningarheima og fá sýn annarra á samfélagið hér við sjávarsíðuna. 

OCEANUS HAFSJÓR


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

24.12.2025 Hvítasunnukirkjan Selfossi Hátíðarsamkoma

Hátíðarsamkoma verður haldin kl. 16.30 á aðfangadag í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica