Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listahátíðin Hafsjór - Oceanus vorið 2022

  • 15.5.2022 - 15.6.2022, Eyrarbakki

Alþjóðlega listahátíð frá 15. maí til 15. júní 2022 á Eyrarbakka og er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga og Ástu V. Guðmundsdóttur listamanns og sýningarstjóra hátíðarinnar.

Sýningarnar munu standa allt sumarið fram á haust

Listafólkið kemur frá Suður-Kóreu, Japan, Mauritius, Póllandi, Litháen, Indlandi, Nepal, Frakkland, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Íslandi og munu blása lífi í allt samfélagið. 

Þau munu vinna verk sín á staðnum í alls kyns skemmum og skúrum og sækja innblástur bæði úr nærsamfélaginu og úr safninu sjálfu. Saga og menning Eyrarbakka og nágrennis fær mögulega nýja túlkun í meðförum erlendra listamanna. 

Opnunarhátíð verður helgina 11. - 12. júní en opnar vinnustofur, listasmiðjur og fyrirlestrar verða einnig hluti af hluti af hátíðinni og liður í að tengja saman gesti og listamenn.

Listamaðurin Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir er forgangsmaður listahátíðarinnar. Ásta er búsett í Skúmstaðarhverfinu á Eyrarbakka þar sem hún er með vinnustofu.

Tilgangur hátíðarinnar er að efla listsköpun á svæðinu, mynda tengsl við aðra menningarheima og fá sýn annarra á samfélagið hér við sjávarsíðuna. 

OCEANUS HAFSJÓR


Viðburðadagatal

31.1.2026 Sviðið MAMMA MIA PARTY

MAMMA MIA PARTY sem hefur slegið í gegn þar sem var uppselt var á öll kvöldin 2025 á Sviðinu og uppselt á Græna hattinum tvö kvöld í röð.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica