Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listasafn Árnesinga | fjórar sýningar

  • 5.2.2022 - 22.5.2022, Listasafn Árnesinga

Laugardaginn 5. febrúrar opna fjórar sýningar í Listasafni Árnesinga og standa til 22. maí.

Thu-ert-kveikjan

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir | Þú ert kveikjan

Á sýningunni Þú ert kveikjan kannar Ingunn Fjóla spennuna á milli reiðu og óreiðu á leikrænan hátt. Innsetningin er fyrst og fremst malerísk, að því gefnu að hægt sé að líta á kerfi mynstra sem malerískt fyrirbæri. Upplifun sýningargesta er hluti af alltumlykjandi kerfi verksins; kerfi sem gestir hafa áhrif þegar þeir ferðast um rýmið og bregðast við þeim vísbendingum sem Ingunn Fjóla hefur byggt inn í verkið. Ætlast er til þess að hreyft sé við innsetningunni, en hvernig sú tilfærsla fer fram veltir upp spurningum um sambandið milli röskunar og myndbyggingar verksins.

Hringras

Þórdís Erla Zoëga | Hringrás

Á yfirborðinu vinnur Þórdís Erla Zoëga með nánd, samhverfu og jafnvægi. Hinsvegar er eðli þessa „yfirborðs“ margslungið bæði efnislega og myndrænt séð. Þórdís, sem útskrifaðist með BFA-gráðu úr Audio Visual deild Gerrit Rietveld Academie árið 2012, hefur rannsakað myndheim skynjunar og sjónrænnar villu í innsetningum sínum sem eru oft staðsettar milli skúlptúrs og hreyfimyndar, sér í lagi hvað varðar notkun hennar á litbreytifilmu. Filman myndar ljósbrot og sýnir marga mismunandi liti, sem ráðast af því hvernig ljós brýst í gegnum hana þannig að hún endurvarpar sumum litum en hleypir öðrum í gegn.

Rolon

Magnús Helgason | Rólon

Frá því að Magnús Helgason útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá AKI í Enschede í Hollandi árið 2001 hefur hann aðallega unnið með tilraunakvikmyndalist, innsetningar, málverk og skúlptúr. Snemma á ferlinum einbeitti Magnús sér að tilraunum í kvikmyndalist og hljóð-/myndinnsetningum, sem meðal annars fólu í sér kvikmyndaverkefni tengd tónleikahaldi Jóhanns Jóhannssonar. Síðan þá hafa verk hans þróast yfir í áþreifanlegri innsetningar sem minna um margt á fyrri hljóð-/myndverk hans, en sjónarhornið hefst á sjálfu gangvirkinu.

Buxnadragt

Lóa H. Hjálmtýsdóttir | Buxnadragt

Buxnadragt er sýning á málverkum, myndasögum, þrívíðum verkum og bókum þar sem myndlistar- og tónlistarkonan Lóa H. Hjálmtýsdóttir leitast við að svara spurningunni: Hvernig er hægt að vera stórkostlegt sköpunarverk en á sama tíma svona hallærisleg manneskja með ranghugmyndir? Buxnadragtin, kvenkynsútgáfan af klassísk­um jakkafötum karla, er sett fram sem tákn um þá trú manneskjunnar, sem henni klæðist, að hún hafi stjórn á raunveruleikanum. Líkt og feminískt ævintýri falla málverk af hinum ýmsu konum í hversdagsleg­um senum saman eins og púsluspil.

Sýningarstjóri er Erin Honeycutt.

Viðburðir tengdir sýningunum verða auglýstir á samfélagsmiðlum og á vefsíðu safnsins.

Listasafn Árnesinga


Viðburðadagatal

16.9.2025 - 24.9.2025 Litla Leikhúsið Grunnnámskeið í leiklist / Theater workshop

Leikfélag Selfoss verður með leiklistarnámskeið fyrir nýliða og þá sem reyndari eru í haust / Leikfélag Selfoss will be hosting a theatre workshop this fall for both beginners and those with more experience

Sjá nánar
 

18.9.2025 - 25.9.2025 Selfosskirkja Gefðu íslensku séns - Hraðstefnumót við íslenskuna 18. - og 25. september

Fyrirkomulagið verður eins og á hraðstefnumóti eða svokölluðu speed-dating nema hvað markmiðið er að æfa sig í íslensku

Sjá nánar
 

23.9.2025 - 30.9.2025 Sundhöll Selfoss Íþróttavika Evrópu - Zumba sundlaugarpartí í Sundhöll Selfoss 27. september

Í tilefni af íþróttaviku Evrópu dagana 23. - 30. september 2025 þá verður boðið upp á Zumba tíma með Gunnhildi Þórðardóttur í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica