Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listasýning Sólheima | Bókasafn Árborgar, Selfossi

  • 4.10.2021 - 31.10.2021, Bókasafn Árborgar, Selfoss

Leirlistaverk, vatnslitamyndir og þæfð ullarverk prýða bókasafn sveitarfélagsins á Selfossi í menningarmánuðinum.

Baldvin Jónsson (f. 1982) er listamaður frá Villingavatni í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem hefur stundað myndlistarnám í Fjölbrautaskóla Suðurlands og á Sólheimum í Grímsnesi. Baldvin er mikill áhugamaður um myndasögur, manga teiknimyndir, fantasíur og tölvuleiki og sækir hann helst innblástur í þá myndheima. Baldvin er mjög fær, vandvirkur og nákvæmur myndlistarmaður sem gefur smáatriðum viðfanga sinna góðan gaum. Hann hefur gott lag á því að skapa skemmtilegar og vandaðar eftirmyndir fyrirmynda sinna. Listaverkin sem Baldvin sýnir  í Bókasafni Árborgar eru bæði leirlistarverk og vatnslitamyndir.

Guðrún Jóna Ingvarsdóttir (f. 2001) er frá Hvolsvelli og lauk námi á starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurlands vorið 2021. Guðrún Jóna hefur lengi verið mjög listræn en er nýlega farin að leggja stund á myndlist á Sólheimum í Grímsnesi. Guðrún Jóna er hæfileikarík listakona, listaverk hennar eru ævintýraleg og oft fígúratív. Þau einkennast af sköpunargleði og litadýrð. Listaverkin eftir Guðrúnu Jónu sem eru til sýnis á bókasafni Árborgar, eru þæfð ullarverk sem Guðrún Jóna vann í listasmiðju Sólheima nú í sumar.

  • IMG_4573
  • IMG_4568
  • IMG_4566

Viðburðadagatal

24.12.2025 Hvítasunnukirkjan Selfossi Hátíðarsamkoma

Hátíðarsamkoma verður haldin kl. 16.30 á aðfangadag í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi

Sjá nánar
 

28.12.2025 Samkomuhúsið Staður Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

Verður haldið á Stað þann 28. desember 

Sjá nánar
 

29.12.2025 Íþróttahúsið á Stokkseyri Jólaball Kvenfélags Stokkseyrar

Mánudaginn 29. desember frá kl 15 til 17 í íþróttahúsinu á Stokkseyri

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica