Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listasýning Sólheima | Bókasafn Árborgar, Selfossi

  • 4.10.2021 - 31.10.2021, Bókasafn Árborgar, Selfoss

Leirlistaverk, vatnslitamyndir og þæfð ullarverk prýða bókasafn sveitarfélagsins á Selfossi í menningarmánuðinum.

Baldvin Jónsson (f. 1982) er listamaður frá Villingavatni í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem hefur stundað myndlistarnám í Fjölbrautaskóla Suðurlands og á Sólheimum í Grímsnesi. Baldvin er mikill áhugamaður um myndasögur, manga teiknimyndir, fantasíur og tölvuleiki og sækir hann helst innblástur í þá myndheima. Baldvin er mjög fær, vandvirkur og nákvæmur myndlistarmaður sem gefur smáatriðum viðfanga sinna góðan gaum. Hann hefur gott lag á því að skapa skemmtilegar og vandaðar eftirmyndir fyrirmynda sinna. Listaverkin sem Baldvin sýnir  í Bókasafni Árborgar eru bæði leirlistarverk og vatnslitamyndir.

Guðrún Jóna Ingvarsdóttir (f. 2001) er frá Hvolsvelli og lauk námi á starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurlands vorið 2021. Guðrún Jóna hefur lengi verið mjög listræn en er nýlega farin að leggja stund á myndlist á Sólheimum í Grímsnesi. Guðrún Jóna er hæfileikarík listakona, listaverk hennar eru ævintýraleg og oft fígúratív. Þau einkennast af sköpunargleði og litadýrð. Listaverkin eftir Guðrúnu Jónu sem eru til sýnis á bókasafni Árborgar, eru þæfð ullarverk sem Guðrún Jóna vann í listasmiðju Sólheima nú í sumar.

  • IMG_4573
  • IMG_4568
  • IMG_4566

Viðburðadagatal

16.9.2025 - 24.9.2025 Litla Leikhúsið Grunnnámskeið í leiklist / Theater workshop

Leikfélag Selfoss verður með leiklistarnámskeið fyrir nýliða og þá sem reyndari eru í haust / Leikfélag Selfoss will be hosting a theatre workshop this fall for both beginners and those with more experience

Sjá nánar
 

18.9.2025 - 25.9.2025 Selfosskirkja Gefðu íslensku séns - Hraðstefnumót við íslenskuna 18. - og 25. september

Fyrirkomulagið verður eins og á hraðstefnumóti eða svokölluðu speed-dating nema hvað markmiðið er að æfa sig í íslensku

Sjá nánar
 

23.9.2025 - 30.9.2025 Sundhöll Selfoss Íþróttavika Evrópu - Zumba sundlaugarpartí í Sundhöll Selfoss 27. september

Í tilefni af íþróttaviku Evrópu dagana 23. - 30. september 2025 þá verður boðið upp á Zumba tíma með Gunnhildi Þórðardóttur í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica