Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listin að lifa í Litla leikhúsinu við Sigtún

  • 25.10.2024 - 16.11.2024, Litla Leikhúsið

Leikfélag Selfoss frumsýnir verkið Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur föstudaginn 25. október.

Sýningin fjallar um vinina Dúu, Duddu og Didda og er þeim fylgt gegnum lífið nánast frá vöggu til grafar með öllu því sem líf þeirra hefur upp á að bjóða í blíðu og stríðu. 

Fimm leikarar eru í uppsetningunni og spanna breitt aldursbil, koma úr ýmsum áttum og eru sumir að stíga sín fyrstu skref meðan aðrir hafa mikla reynslu með leikfélaginu. Leikstjóri er Jónheiður Ísleifsdóttir. 

Listin-ad-lifa

Fyrirhugað er að sýna tíu sýningar

  • Frumsýning föstudagur 25. október kl. 20:00
  • Hátíðarsýning sunnudagur 27. október kl. 17:00
  • 3. sýning föstudagur 1. nóvember kl. 20:00
  • 4. sýning laugardaginn 2. nóvember kl. 20:00
  • 5. sýning sunnudaginn 3. nóvember kl. 17:00
  • 6. sýning fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20:00
  • 7. sýning föstudaginn 8. nóvember kl. 20:00
  • 8. sýning sunnudaginn 10. nóvember kl. 17:00
  • 9. sýning föstudaginn 15. nóvember kl. 20:00
  • 10. sýning laugardaginn 16. nóvember kl. 20:00 - Lokasýning

Miðasala TIX | Miðaverð 3.500 kr.

Við hvetjum alla til að koma í Litla leikhúsið við Sigtún og gleðjast með okkur.

Leikfélag Selfoss

Endilega fylgist með Leikfélagi Selfoss á samfélagsmiðlum 

FACEBOOK | INSTAGRAM


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 Hallskot Jólaævintýri í Hallskoti

Þann 6. desember, klukkan 17:00, breytist Hallskot í lifandi jólaævintýraheim þar sem börn og fjölskyldur fá að upplifa töfrandi ferðalag í gegnum upplýstan skóg.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica