Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listin að lifa í Litla leikhúsinu við Sigtún

  • 25.10.2024 - 16.11.2024, Litla Leikhúsið

Leikfélag Selfoss frumsýnir verkið Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur föstudaginn 25. október.

Sýningin fjallar um vinina Dúu, Duddu og Didda og er þeim fylgt gegnum lífið nánast frá vöggu til grafar með öllu því sem líf þeirra hefur upp á að bjóða í blíðu og stríðu. 

Fimm leikarar eru í uppsetningunni og spanna breitt aldursbil, koma úr ýmsum áttum og eru sumir að stíga sín fyrstu skref meðan aðrir hafa mikla reynslu með leikfélaginu. Leikstjóri er Jónheiður Ísleifsdóttir. 

Listin-ad-lifa

Fyrirhugað er að sýna tíu sýningar

  • Frumsýning föstudagur 25. október kl. 20:00
  • Hátíðarsýning sunnudagur 27. október kl. 17:00
  • 3. sýning föstudagur 1. nóvember kl. 20:00
  • 4. sýning laugardaginn 2. nóvember kl. 20:00
  • 5. sýning sunnudaginn 3. nóvember kl. 17:00
  • 6. sýning fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20:00
  • 7. sýning föstudaginn 8. nóvember kl. 20:00
  • 8. sýning sunnudaginn 10. nóvember kl. 17:00
  • 9. sýning föstudaginn 15. nóvember kl. 20:00
  • 10. sýning laugardaginn 16. nóvember kl. 20:00 - Lokasýning

Miðasala TIX | Miðaverð 3.500 kr.

Við hvetjum alla til að koma í Litla leikhúsið við Sigtún og gleðjast með okkur.

Leikfélag Selfoss

Endilega fylgist með Leikfélagi Selfoss á samfélagsmiðlum 

FACEBOOK | INSTAGRAM


Viðburðadagatal

18.11.2024 - 15.12.2024 Bókasafn Árborgar, Selfoss Batamerki | Listagjáin

Jóna Björk Jónsdóttir sýnir akrílmálverk í Listagjánni frá 18. nóvember til 15. desember.

Sjá nánar
 

1.12.2024 - 17.12.2024 Bókasafn Árborgar, Selfoss Alþjóðleg herferð Amnesty International 2024

Taktu þátt í alþjóðlegri herferð Amnesty International og skrifaðu undir áríðandi mál einstaklinga sem beittir eru alvarlegum órétti.

Sjá nánar
 

5.12.2024 - 31.12.2024 Bókasafn Árborgar, Selfoss Einstakar Biblíur | Bókasafn Árborgar, Selfossi

Frá 5. - 31. desember gefst gestum tækifæri til að sjá sjaldgæfar prentaðar útgáfur úr Eiríkssafni, þar á meðal Guðbrandsbiblíu frá 1584.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica