Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Málþing um málefni leikskólanna í Árborg

  • 30.3.2022, 9:00 - 16:00, Hótel Selfoss

Miðvikudaginn 30. mars nk. verður haldið málþing um málefni leikskólanna í Árborg á Hótel Selfossi kl. 9:00 - 16:00 (húsið opnar kl. 8:30).

Á málþinginu verður boðið upp á fjölbreytt erindi frá aðilum sem koma að leikskólunum á einhvern hátt. 

Hefur þú skoðanir á leikskólamálum í Sveitarfélaginu Árborg? Vilt þú hafa áhrif á stefnumótun í málefnum leikskólanna í Árborg? Áttu barn í leikskóla? Hefurð þú áhuga á fræðslumálum almennt? Þú og allir áhugasamir eru hvattir til að taka þátt. 

Skráning fer fram hér eigi síðar en mánudaginn 28. mars

Erindi á málþinginu verða í beinu streymi. Á síðunni geta áhorfendur tekið virkan þátt í málþinginu.

Málþing | BEINT STREYMI

Dagskrá þingsins er á þessa leið:

  • Kl. 8:30 Húsið opnar
  • KL. 9:00 Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri setur þingið
  • Kl. 9:15 Haraldur Freyr Gíslason formaður FL flytur erindi
  • Kl. 9:30 Leikskólinn með augum atvinnulífsins
  • Kl. 9:45 Hugvekja foreldra
  • Kl.10:00 Kaffihlé
  • Kl. 10:15 Umræðuhópar
  • Kl. 11:00 Farsæld barna í Árborg - farsældarteymi Árborgar kynnir
  • Kl. 11:30 Skipulag vinnutíma starfsfólks - Helga Björk Ólafsdóttir leikskólastýra hjá Hjallastefnunni
  • Kl. 12:00 – 13:00 Hádegisverður
  • Kl. 13:00 Menntun leikskólakennara - samfélagslegur ávinningur? - Svava Björg Mörk, lektor við HA.
  • Kl. 13:30 Leikur í leikskólastarfi - Kristín Karlsdóttir og Sara Margrét Ólafsdóttir, dósentar við HÍ
  • Kl. 14:00 Umræðuhópar
  • KL. 14:30 Kaffihlé
  • Kl. 14:45 Umræðuhópar
  • Kl. 15:30 Niðurstöður umræðuhópa kynntar
  • Kl. 15:45 Þingslit

Fyrir áhugasama er hér tengill á skýrslu starfshóps Mennta- og menningarmálaráðuneytis um styrkingu leikskólastigsins.

Styrking leikskólasviðsins | Skýrsla starfshóps


Viðburðadagatal

28.12.2025 Samkomuhúsið Staður Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

Verður haldið á Stað þann 28. desember 

Sjá nánar
 

29.12.2025 Íþróttahúsið á Stokkseyri Jólaball Kvenfélags Stokkseyrar

Mánudaginn 29. desember frá kl 15 til 17 í íþróttahúsinu á Stokkseyri

Sjá nánar
 

31.1.2026 Sviðið MAMMA MIA PARTY

MAMMA MIA PARTY sem hefur slegið í gegn þar sem var uppselt var á öll kvöldin 2025 á Sviðinu og uppselt á Græna hattinum tvö kvöld í röð.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica