Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Myrkradagasýning | Listagjáin

  • 17.10.2024 - 31.10.2024, Bókasafn Árborgar, Selfoss

Myrkradagasýning Bókasafns Árborgar opnar fimmtudaginn 17. október. Sýningin verður opin til 1. nóvember á opnunartímum bókasafnsins.

  • Myrkradagar02

Myrkradagarnir hjá Bókasafninu hefjast fimmtudaginn 17. október og þeim lýkur á Hrekkjavökunni

Meðal viðburða verður bíósýning fyrir börn, Sigurjón ætlar að leiðbeina börnum í teikningu á furðuverum og skrímslum og svo fáum við heimsókn frá Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur sem nýlega hefur gefið út tarrot spil norrænna goðsagna og ætlar að kynna þau fyrir okkur.

Bókasafnið fer í sinn myrkradagabúning og þeir sem þora verða með okkur í að bjóða veturinn og vættina velkomna!

Í heiðnum sið voru haldnar hátíðir í vetrarbyrjun til að þakka fyrir uppskeruna og bjóða myrkrið og veturinn velkominn. Þessar hátíðir voru stundum kallaðar nýár og í Evrópu var siður að setja ljós í næpur sem breyttist svo í grasker þegar komið var til ameríku enda allt stærra og betra þar.

Gamla trúin var sú að í upphafi vetrar væri tími umskipta og þá gætu menn skynjað handanheima og spáð í framtíðina, framliðnir fóru á kreik og eitt nafnið á „allra sálna“ messu er einmitt „allra dauðra messa“.

Myrkradagar-banner


Viðburðadagatal

10.6.2025 - 22.8.2025 Sveitarfélagið Árborg Sumarfrístund 2025

Sumarfrístund verður frá 10. júní til 22. ágúst 2025. 

Sjá nánar
 

16.6.2025 - 30.6.2025 Listagjáin Listagjáin | G. Gyða Halldórsdóttir

Sjötta einkasýning Gyðu verður frá 16. júní til 14. júlí í Listagjánni, Austurvegi 2.

Sjá nánar
 

20.6.2025 - 22.6.2025 Eyrarbakki Jónsmessuhátíð Eyrarbakka 2025

Sjá nánar um fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna á Jónsmessuhátíð Eyrarbakka.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica