Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Námskeið | Samvinna eftir skilnað

  • 20.3.2023, 17:00 - 19:00, Ráðhús Árborgar

Velferðarþjónusta Árborgar býður foreldrum í Árborg upp á fjögurra daga námskeið dagana 20, 22, 27 og 29. mars 2023 frá klukkan 17:00 til 19:00 á 3. hæð í Ráðhúsi Árborgar.

Námskeiðið er fyrir alla foreldra sem vilja bæta samstarf sitt með hagsmuni barnsins að leiðarljósi undir yfirskriftinni Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna.

Námskeiðið samanstendur af þremur þemum:

  • Foreldrar og áskoranir í tengslum við skilnað
  • Áhrif skilnaðar á börn og samskipti á forsendum barna
  • Foreldrasamvinna og samstarf í verki

Þjónustan er foreldrum Árborgar að kostnaðarlausu. Það er ekki skilyrði að báðir foreldrar barnsins nýti sér þessa þjónustu.

Umsjónarmenn námskeiðsins eru Bryndís Guðmundsdóttir MA félagsráðgjafi, Hekla Dögg Ásmundsdóttir MA félagsráðgjafi og Heiða Rún Sveinsdóttir fjölskyldufræðingur.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið felagsthjonusta@arborg.is fram þarf að koma nafn, kennitala og símanúmer. Í kjölfar skráningar mun SES ráðgjafi hafa samband. 

Nánari upplýsingar um námsefnið er að finna á heimasíðunni https://samvinnaeftirskilnad.is/

 


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

13.12.2025 Miðbær Selfoss Jólasveinar koma úr Ingólfsfjalli

Jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á Brúartorginu í Miðbæ Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica