Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Námskeið | Samvinna eftir skilnað

  • 20.3.2023, 17:00 - 19:00, Ráðhús Árborgar

Velferðarþjónusta Árborgar býður foreldrum í Árborg upp á fjögurra daga námskeið dagana 20, 22, 27 og 29. mars 2023 frá klukkan 17:00 til 19:00 á 3. hæð í Ráðhúsi Árborgar.

Námskeiðið er fyrir alla foreldra sem vilja bæta samstarf sitt með hagsmuni barnsins að leiðarljósi undir yfirskriftinni Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna.

Námskeiðið samanstendur af þremur þemum:

  • Foreldrar og áskoranir í tengslum við skilnað
  • Áhrif skilnaðar á börn og samskipti á forsendum barna
  • Foreldrasamvinna og samstarf í verki

Þjónustan er foreldrum Árborgar að kostnaðarlausu. Það er ekki skilyrði að báðir foreldrar barnsins nýti sér þessa þjónustu.

Umsjónarmenn námskeiðsins eru Bryndís Guðmundsdóttir MA félagsráðgjafi, Hekla Dögg Ásmundsdóttir MA félagsráðgjafi og Heiða Rún Sveinsdóttir fjölskyldufræðingur.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið felagsthjonusta@arborg.is fram þarf að koma nafn, kennitala og símanúmer. Í kjölfar skráningar mun SES ráðgjafi hafa samband. 

Nánari upplýsingar um námsefnið er að finna á heimasíðunni https://samvinnaeftirskilnad.is/

 


Viðburðadagatal

17.9.2025 - 15.10.2025 Sundhöll Selfoss Möndlað með módernisma | Nemendasýning FSu í Sundhöll Selfoss

Myndlistarnemar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa sett upp fjölbreytta sýningu í Sundhöll Selfoss. Um er að ræða allra stærstu sýningu sem nemendur skólans hafa sett upp í opinberu rými. Sú ber yfirskriftina Möndlað með módernisma enda helsta viðfangsefni hennar listastefnur á tímabilinu 1850-1930 en á því skeiði, og reyndar fram eftir 20. öldinni, átti sér stað margþætt þróun í listsköpun.  

Sjá nánar
 

23.9.2025 - 4.11.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Komdu að tala íslensku | Bókasafn Árborgar Selfossi

Á þriðjudögum kl. 16:00 - 17:00 hittumst við á bókasafninu og spjöllum saman.

Sjá nánar
 

1.10.2025 - 29.10.2025 Sandvíkursetur Vatnslitastundir hjá Myndlistarfélaginu í Menningarmánuði

Fjórar vatnslitastundir í október, þann 1., 15., 22., og 29. október

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica