Konur og fjallferðir | Opið hús í Grænumörk
Opið hús í Grænumörk með Félagi eldri borgara á Selfossi. Guðmunda Ólafsdóttir heldur fyrirlestur um Konur og fjallaferðir.
Guðmunda Ólafsdóttir skjalavörður á Héraðsskjalasafni Árnesinga heldur fyrirlesturinn Konur og fjallferðir á opnu húsi í Grænumörk
Hvenær fóru konur fyrst á fjall og af hverju fóru þær ekki fyrr af stað? Hvernig var þeim tekið af öðrum fjallmönnum? Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað í þessum fróðlega fyrirlestri.