Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Listagjáin | Sigurlín Grímsdóttir

  • 17.5.2025 - 14.6.2025, Listagjáin

Sigurlín Grímsdóttir sýnir valin málverk í Listagjá Bókasafns Árborgar að Austurvegi 2, Selfossi. 

Sigurlín Grímsdóttir (f. 1954) er ættuð úr Grímsnesi en býr nú í Skeiðahreppi ásamt eiginmanni sínum, þar sem þau ráku kúabú í 45 ár. 

Meðfram bústörfum hefur Sigurlín tileinkað sér myndlist í áratugi, með áherslu á teikningu, vatnslitamálun og olíu.

Sigurlín hefur sótt fjölbreytt listnámskeið víða undir leiðsögn fjölmargra íslenskra listamanna, m.a. hjá Myndlistarfélagi Árnessýslu, í Skálholti og við Myndlistarskóla Reykjavíkur.

Verk Sigurlínar endurspegla hennar nánasta umhverfi - dýrin, fólkið og landið sem hún hefur lifað og unnið með alla tíð.

Sýning Sigurlínar í Listagjánni er opin á opnunartíma Bókasafns Árborgar, Selfossi.

Bokasaf-logo


Viðburðadagatal

17.5.2025 - 14.6.2025 Listagjáin Listagjáin | Sigurlín Grímsdóttir

Sigurlín Grímsdóttir sýnir valin málverk í Listagjá Bókasafns Árborgar að Austurvegi 2, Selfossi. 

Sjá nánar
 

21.5.2025 20:00 - 21:00 Skálinn Strandahlaup 2025

Strandarhlaup Ungmennafélags Stokkseyrar við Skálann verður haldið fjóra miðvikudaga í röð.

Sjá nánar
 

24.5.2025 10:30 - 13:00 Bókasafn Árborgar, Selfoss MINECRAFT SMIÐJA 2025

Minecraft | Hönnun og landafræði fyrir börn á aldrinum 7 til 10 ára á Bókasafni Árborgar, Selfossi.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica