Listagjáin | Sigurlín Grímsdóttir
Sigurlín Grímsdóttir sýnir valin málverk í Listagjá Bókasafns Árborgar að Austurvegi 2, Selfossi.
Sigurlín Grímsdóttir (f. 1954) er ættuð úr Grímsnesi en býr nú í Skeiðahreppi ásamt eiginmanni sínum, þar sem þau ráku kúabú í 45 ár.
Meðfram bústörfum hefur Sigurlín tileinkað sér myndlist í áratugi, með áherslu á teikningu, vatnslitamálun og olíu.
Sigurlín hefur sótt fjölbreytt listnámskeið víða undir leiðsögn fjölmargra íslenskra listamanna, m.a. hjá Myndlistarfélagi Árnessýslu, í Skálholti og við Myndlistarskóla Reykjavíkur.
Verk Sigurlínar endurspegla hennar nánasta umhverfi - dýrin, fólkið og landið sem hún hefur lifað og unnið með alla tíð.
Sýning Sigurlínar í Listagjánni er opin á opnunartíma Bókasafns Árborgar, Selfossi.