Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Gullspor | Greiningardagur

  • 6.10.2024, 14:00 - 16:00, Byggðasafn Árnesinga - Alpan húsið

Er allt gull sem glóir? Sunnudaginn 6. október býðst fólki að koma með gull- og silfurgripi úr einkaeigu til Byggðasafns Árnesinga þar sem sérfræðingar rýna í djásnin. 

Greiningardagurinn verður haldinn kl. 14 - 16 í fyrirlestrasal Varðveisluhúss byggðasafnsins á Búðarstíg 22 á Eyrarbakka. 

Þessi opni viðburður er sniðinn að fyrirmynd greiningardaga á Þjóðminjasafni Íslands sem hafa um árabil notið vinsælda.

Þeir sérfræðingar sem taka á móti fólki þennan dag verða:

  • Halla Bogadóttir, gullsmiður
  • Lilja Árnadóttir, fyrrum sérfræðingur við Þjóðminjasafn Íslands
  • Bogi Karlsson, úrsmiður
  • Ásgeir Reynisson, gullsmiður
  • Birgir D. Ingibergsson, gullsmíðanemi

Greiningardagurinn er hluti af menningardagskránni Gullspor og sýning undir því nafni er í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka á Túngötu 59

Sýningin fjallar um handverk gull- og silfursmiða úr Árnessýslu. Frír aðgangur er á þá sýningu eins og á safnið allt í tilefni Menningarmánaðarins október í Árborg. 

Hvatinn að Gullsporum kemur frá félagsmönnum Félags íslenskra gullsmiða sem fagna nú 100 ára afmæli og nýtur safnið góðs af samstarfi við félagið.

Safnasjóður styrkir verkefnið


Viðburðadagatal

1.5.2025 15:00 - 16:00 Vallaskóli Burtu með fordóma | Fjölskyldutónleikar 1. maí

Fimmtudaginn 1. maí mun Sinfóníuhljómsveit Suðurlands standa fyrir fjölskyldutónleikum í Vallaskóla undir yfirskriftinni Burtu með fordóma.

Sjá nánar
 

1.5.2025 20:00 - 22:00 Rauða húsið Stöndum saman | Leikfélag Eyrarbakka

Leikfélagið á Eyrarbakka kynnir með stolti söng- og gleðileikinn Stöndum saman. Frumsýning 10. apríl kl. 20:00.

Sjá nánar
 

2.5.2025 19:00 - 21:00 Iða íþróttahús Sinfóníuhljómsveit Íslands á Selfossi

Sinfóníuhljómsveit Íslands er það mikið kappsmál að allir landsmenn fái notið tónleika hennar og nú er ferðinni heitið á Suðurland.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica