Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Nýsköpun búhátta | Bjarni Guðmundsson

  • 20.10.2024, 14:00 - 15:00, Byggðasafn Árnesinga - Alpan húsið

Sunnudaginn 20. október kl. 14 heldur Bjarni Guðmundsson, prófessor á Hvanneyri, fyrirlesturinn „Um nýsköpun búhátta í sunnlenskum sveitum á fyrri hluta 20. aldar“.

  • 1.-Plaeging

BG-vid-Fardagafoss-7.9.2023Fyrirlesturinn er á vegum Byggðasafns Árnesinga og verður í varðveisluhúsi safnsins að Búðarstíg 22 á Eyrarbakka.

Bjarni hefur rannsakað búhætti á Íslandi á 20. öld og sent frá sér margar bækur og greinar um efnið. Þar má nefna snjalla bók um útbreiðslu dráttarvélarinnar Ferguson. 

Bjarni veitti Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri forstöðu til 2017 en áratugum saman á undan starfaði hann að kennslu og rannsóknum við Bændaskólann á Hvanneyri. 

Hans nýjasta bók heitir Búverk og breyttir tímar og fjallar um nokkur verk og verkfæri sem alþekkt voru á síðustu öld en hafa ýmist horfið úr verkahring bænda eða breyst í helstu atriðum. Bjarni mun leggja áherslu á breytingar í búháttum sunnlenskra bænda.

Að fyrirlestri loknum verða umræður og kaffispjall. Þess er vænst að gamlir nemendur Bjarna mæti til að hitta og hlýða á sinn gamla læriföður. 

Fyrirlesturinn er dagskrárliður í Menningarmánuði Árborgar. Aðgangur ókeypis.

Byggdasafn_logo_midja


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 Hallskot Jólaævintýri í Hallskoti

Þann 6. desember, klukkan 17:00, breytist Hallskot í lifandi jólaævintýraheim þar sem börn og fjölskyldur fá að upplifa töfrandi ferðalag í gegnum upplýstan skóg.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica