Ófreskjusmiðja | Komdu að teikna skrímsli
Laugardaginn þann 19. október verður teiknismiðja á Bókasafni Árborgar, Selfossi kl. 12:30 til 13:30.
Áhersla verður lögð á að teikna skrímsli
Nornir, draugar, geimverur og allt sem er óhugnanlegt. Sigurjón Guðbjartur hefur umsjón með teiknismiðjunni og Bókasafn Árborgar mun skaffa öll verkfæri fyrir teiknismiðjuna.
Miðað er við aldurshópinn 9 til 14 ára - bara viðmið, aðrir mega að sjálfsögðu mæta!