Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Opin vinnustofa hjá Guðrúnu Tryggva

  • 13.10.2024, 11:00 - 18:00, Guðrún Tryggva | Vinnustofa

Í tilefni af Menningarmánuði í Árborg opnar Guðrún Arndís Tryggvadóttir vinnustofu sína.

Guðrún Arndís Tryggvadóttir býður alla hjartanlega velkomna að kíkja við og skoða verk sín á vinnustofu sinni að Sóltúni 9 á Selfossi sunnudaginn 13. október frá kl. 11:00 til 18:00

Guðrún Arndís Tryggvadóttir er fædd í Reykjavík en hefur búið hér á Suðurlandi síðan 2006

Guðrún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fór síðan til framhaldsnáms til Parísar og síðan til München þar sem hún hlaut æðstu verðlaun akademíunnar við útskrift. Guðrún sneri aftur til Íslands eftir átján ára útiveru um aldamótin 2000. 

Eftir heimkomuna urðu náttúruvernd og umhverfismál henni æ mikilvægari sem varð til þess að hún stofnaði og rak umhverfisvefinn natturan.is um tíu ára skeið.

Frá árinu 2017 hefur Guðrún starfað sem landvörður, skálavörður og yfirlandvörður og nú í sumar starfaði hún sem sundlaugarvörður í Sundhöll Selfoss. 

Meðfram listsköpun sinni rekur hún fræðslu- og útgáfufélagið Listrými sem stendur fyrir útgáfu og ýmsum námskeiðum og fræðsluverkefnum um listir og menningarsögu.

Guðrún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín, bæði á sviði umhverfismála og menningarmiðlunar sem og fyrir myndlist sína.

Verk hennar byggja á sterkum hugmyndafræðilegum og oft sögulegum grunni en hún gerir sífellt tilraunir með nýja tækni og frásagnaraðferðir í list sinni.

Á opnu vinnustofunni eru bæði olíumálverk í öllum stærðum sem og vatnslitaverk og teikningar til sýnis og sölu.

Nánar um feril Guðrúnar


Viðburðadagatal

5.8.2025 - 31.8.2025 Sveitarfélagið Árborg Einu sinni á ágústkvöldi

Rómantískur ágústmánuður

Sjá nánar
 

15.8.2025 - 15.9.2025 Listagjáin Hálendisvinirnir opna hjörtu sín. ,,Það sem hjartað veit í dag veit höfuðið á morgun”

Samsýning Davíðs Samúelssonar og Sólveigar Þorbergsdóttur í Listagjánni og Norðurgangi, Sundhöll Selfoss. Sýningin stendur frá 15. ágúst til 15. september 2025.

Sjá nánar
 

15.8.2025 - 15.9.2025 Sundhöll Selfoss Hálendisvinirnir opna hjörtu sín. ,,Það sem hjartað veit í dag veit höfuðið á morgun”

Samsýning Davíðs Samúelssonar og Sólveigar Þorbergsdóttur í Listagjánni og Norðurgangi, Sundhöll Selfoss. Sýningin stendur frá 15. ágúst til 15. september 2025.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica