Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Opnunarhátíð Vitaleiðarinnar

  • 12.6.2021, 13:00 - 17:00, Sveitarfélagið Árborg

Formleg opnun Vitaleiðarinnar verður við samkomuhúsið Stað á Eyrarbakka kl 13.00

Opnunarhátíðin verður á laugardaginn næsta, 12. júní kl 13.00 við Stað á Eyrarbakka

Við hátíðina verða flutt ávörp, tónlistaratriði og bæjarstjórar Árborgar og Ölfuss klippa á borða og þannig opna formlega Vitaleiðina.

Hátíðardagskrá á Stað, Eyrarbakka
13:00 Ávarp | Dagný H. Jóhannsdóttir, framkvæmdarstjóri Markaðsstofu Suðurlands
13:05 Tónlistaratriði | Jón Óskar Erlendsson og dætur hans Eva Þórey og Ásdís Karen
13:10 Ávarp | Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar
13:20 Tónlistaratriði | Jón Óskar Erlendsson og dætur hans Eva Þórey og Ásdís Karen
13:25 Ávarp | Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Sveitarfélags Árborgar
13:35 Klippt á borða | Árborg og Ölfus
13:40 Léttar kaffiveitingar 

Vitaleiðin er tæplega 45 km leið sem liggur frá Selvogsvita í vestri að Knarrarósvita í austri. Vitaleiðin bíður upp á fjölbreytta ferðamáta meðfram strandlínunni, heimsóknir inn í þrjú þorp og þrjá vita.

Fólk er hvatt til að nýta fjölbreytta ferðamáta styttri eða lengri leið á Vitaleiðinni t.d. frá Knarrarósvita eða Selvogi.

Það verða fjölbreyttir viðburðir í gangi fyrir alla fjölskylduna og bjóða sveitarfélögin frítt í sund á Stokkseyri og Þorlákshöfn. Byggðasafn Árnesinga bíður gestum frítt inn og leiðsögn um safnið. Eftir formlega opnun verður Davíð Art með Listasmiðju fyrir börn á Stað.

Minnum einnig á frisbígolfvellina á Stokkseyri og Eyrarbakka, ærslabelgina, ströndina og skógræktarsvæðin.

Dagskráin við Vitaleiðina | Laugadagur 12. júní

Selvogur

Selvogsviti
Pylsuvagninn í Selvogi | Tilboðsdagur við pylsuvagninn

Þorlákshöfn

Íþróttamiðstöðin Þorlákshöfn | Frítt í sund | Opið kl. 10:00 - 16:00
Black Beach Tours | 20 % afsláttur með kóðanum Vitaleið21 | Opið alla helgina
Café Sól | Opið kl. 10:00 - 16:00
Skálinn Þorlákshöfn | Opið alla helgina

Hafnarnesviti

Opið kl. 14:00 - 16:00 | Listaverkagerð barna

Eyrarbakki

Formleg opnun Vitaleiðarinnar við Stað kl. 13:00
Rauða Húsið | Tilboð alla helgina | Opið kl. 12:00 - 21:00
Kjallarinn Bar + Algjört Nammi = Nammi Bar | Opið kl. 15:00 - 18:00
Konubókastofa | Upplestur höfunda | Opið kl. 13:00 - 15:00
Byggðasafn Árnesinga | Frítt inn og leiðsögn | Opið kl. 11:00 - 18:00
Staður | Listasmiðja fyrir börn með Davíð Art | Kl. 14:00 - 16:00
Verslunin Bakkinn | Opið alla daga kl. 10:00 - 19:00

Stokkseyri

Fjöruborðið | Opið alla daga í sumar frá kl. 12:00
Gallerý Gimli | Opið kl. 13:00 - 18:00 | Alltaf heitt á könnunni
Skálinn Stokkseyri | Tilboð á ís í brauðformi
Sundlaug Stokkseyrar | Frítt í sund | Opið kl. 10:00 - 17:00
Menningarverstöðin Stokkseyri | Sýning Elfars Guðna | Opið kl. 14:00 - 18:00
Kayakferðir Stokkseyri | Opið alla daga kl. 10:00 - 17:00 | Bókanir á www.kajak.is

Knarrarósviti

Opið kl. 14:00 - 16:00 | Í samstarfi við Vitafélagið - Kira Kira Strandverðir sálarinnar, tónlistarinnsetning
Rjómabúið Baugsstöðum | Opið kl. 14:00 - 16:00

Myndahappadrætti á Instagram

Taktu 3 myndir á þremur mismunandi stöðum á Vitaleiðinni og merktu með #Vitaleiðin og #UpplifðuSuðurland og þú kemst í pottinn – Skemmtilegir vinningar í boði.

  • Eyrarbakki_skilti
  • Knarrarosviti_skilti
  • Vitaleid_skilti

Allir velkomnir!


Viðburðadagatal

5.10.2025 - 2.11.2025 Byggðasafn Árnesinga Menningarmánuðurinn október á Byggðasafni Árnesinga

Í menningarmánuðinum verður ýmislegt í boði á Byggðasafni Árnesinga. Leiðsagnir verða á sumarsýningu safnsins „Yfir beljandi fljót“, ratleikur verður í boði alla sunnudaga og fróðlegir fyrirlestrar verða í varðveisluhúsi safnsins. Einn sunnudag býður Þjóðbúningafélag Íslands upp á glæsilega dagskrá og Leikfélag Eyrarbakka stendur fyrir einstöku bíókvöldi.

Sjá nánar
 

30.10.2025 - 3.11.2025 Draugasetrið Northern lights | Fantastic film festival

Hátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 30. október til 2. nóvember í Fishernum, gömlu menningarverstöðinni á Stokkseyri.

Sjá nánar
 

1.11.2025 Bókasafn Árborgar, Selfoss Dásamleg dýr | Útgáfuhóf á Bókasafni Árborgar Selfossi

Útgáfuhóf á Bókasafni Árborgar, Selfossi laugardaginn 1. nóvember frá kl. 11:00 - 13:00.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica