Örsmiðja | Ritsmiðja fyrir 13 ára og eldri
Sviðslista og skáldkonan Hera Fjord leiðir smiðju í skapandi skrifum á Bókasafni Árborgar.
Finnst þér gaman að skrifa?
Sviðslista og skáldkonan Hera Fjord leiðir smiðju í skapandi skrifum fyrir unglinga á Bókasafni Árborgar, Selfossi.
Þátttakendur taka þátt í ritlistaræfingum sem kveikja á sköpunarkraftinum og æfa sig í að skrifa bæði örsögur og ljóð.
Athugið að ritsmiðjan er öllum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig hjá afgreidsla@arborg.is.
Í lok smiðjunnar lesum við upp og deilum hvort með öðru því sem við treystum okkur til.