Páskaegg í lit | Vinnusmiðja
Byggðasafn Árnesinga opnar litríkt eggjaverkstæði í gamla fjárhúsinu á baklóð Hússins.
Ungir og gamlir safnagestir mega mála og skreyta hænuegg í tilefni páska
Allt efni er á staðnum, smiðjan er sjálfbær og opin á sama tíma og safnið kl. 13.00 - 17.00
Frítt er á safnið á opnun páskasýningar, ENDUR(Á)LIT, laugardaginn 12. apríl en annars gildir almennur aðgangseyrir og hver miði gildir sem árskort.
Öll velkomin!