Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Sigfús Sigurðsson Ólympíufari | Sýning Minjaverndarnefndar UMFS

  • 1.10.2024 - 31.10.2024, Bókasafn Árborgar, Selfoss

Minjaverndarnefnd Umf. Selfoss er með sýningu um Sigfús Sigurðsson, Kúlu-Fúsa, á Bókasafni Árborgar, Selfossi.

  • 2011_35_DA_00001

Sigfús Sigurðsson keppti í kúluvarpi á Sumarólympíuleikunum í London árið 1948. Þrjátíu og sex keppendur voru í kúluvarpskeppninni og komst Sigfús í úrslitakeppnina sem 11. maður með 14,49m kasti.

Í lokakeppninni voru taugarnar þandar og endaði Sigfús í 12. sæti með 13,66 m kasti. 

Eftir Ólympíuleikana í London var farið til Noregs á Bislet leikana þar sem Sigfús sigraði þá keppni í kúluvarpinu. Eftir Noreg var haldið til Svíþjóðar og fór Sigfús þar einnig á verðlaunapall.

Munir tengdir afrekum Sigfúsar ásamt fjölda annarra gripa eru til sýnins á sýningu Minjaverndarnefndar Umf. Selfoss á Bókasafni Árborgar, Selfossi.

2018_22_KE_00273

  • Mánudaginn 7. október kl. 15.00 mun Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson kynna nýútgefna bók sína um undirbúning Íslendinga fyrir Sumarólympíuleikana í London árið 1948, "Með harðfisk og hangikjöt að heiman".
  • Þriðjudaginn 22. október kl. 15.00 mun Vésteinn Hafsteinsson segja frá upplifun sinni af ÓL-leikum. Vésteinn hefur farið á ellefu Ólympíuleika, sem keppandi fjórum sinnum og sjö sinnum sem fararstjóri og þjálfari, á 40 ára tímabili.

Minjaverndarnefndin er með sjálfstæðan fjárhag og það sem við gerum höfum við fjármagnað með styrkjum frá fyrirtækjum og einstaklingum.

Björn Ingi Gíslason, Kristinn M. Bárðarson


Viðburðadagatal

10.6.2025 - 22.8.2025 Sveitarfélagið Árborg Sumarfrístund 2025

Sumarfrístund verður frá 10. júní til 22. ágúst 2025. 

Sjá nánar
 

15.8.2025 - 15.9.2025 Listagjáin Hálendisvinirnir opna hjörtu sín. ,,Það sem hjartað veit í dag veit höfuðið á morgun”

Samsýning Davíðs Samúelssonar og Sólveigar Þorbergsdóttur í Listagjánni og Norðurgangi, Sundhöll Selfoss. Sýningin stendur frá 15. ágúst til 15. september 2025.

Sjá nánar
 

15.8.2025 - 15.9.2025 Sundhöll Selfoss Hálendisvinirnir opna hjörtu sín. ,,Það sem hjartað veit í dag veit höfuðið á morgun”

Samsýning Davíðs Samúelssonar og Sólveigar Þorbergsdóttur í Listagjánni og Norðurgangi, Sundhöll Selfoss. Sýningin stendur frá 15. ágúst til 15. september 2025.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica