Sjöl í Listagjánni
Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.
Sjölin eru í öllum mögulegum stærðum, litum og mynstrum og makalaust falleg! Við skorum á ykkur að sjá hver eru gerð eftir sömu uppskrift því þau virðast öll gjörólík.
Konurnar sem eiga verk á sýningunni eru:
Guðný Gunnarsdóttir, Aðalbjörg Runólfsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Mjöll Einarsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Hansína Jónsdóttir og Sigurbjörg Gísladóttir.





