Skálds Saga | Upplestur Leikfélags Selfoss
Leikfélag Selfoss blæs til kvöldstundar kringum glóðvolga Skálds sögu Steinunnar Sigurðardóttur í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi laugardaginn 12. október.
Valinkunnið leikfélagsfólk stígur á stokk, Íris Blandon, Hafsteinn Hafliðason og Hannes Blandon og Steinunn segir frá Skálds sögu - sem hefur undirtitilinn 74 kaflar úr höfundarlífinu.
Skálds Saga er einstakt allsnægtaborð að hætti Steinunnar þar sem bornar eru fram misfyndnar sögur af skáldlegum og óskáldlegum höfundardögum fyrri og síðari tíma á Selfossi, í Tókíó, Reykjavík, París og Skaftafellssýslu, svo aðeins fáir staðir séu nefndir. Dagskráin verður um einnar klukkustundar löng.
Það telst til tíðinda að þetta haustið á Steinunn 55 ára skáldafmæli, en ljóðabókin Sífellur kom út þegar Steinunn var 19 ára. Steinunn er einn virtasti höfundur þjóðarinnar og hefur í gegnum tíðina sent frá sér jöfnum höndum skáldsögur og ljóð. Tímaþjófurinn er ein þekktasta skáldsaga Steinunnar. Nýjasta skáldsaga Steinunnar, BÓL hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2024. Er það í annað sinn sem verk eftir hana hlýtur þau - í fyrra skiptið skáldsagan Hjartastaður 1996.
Boðið er upp á léttar veitingar og Skálds Saga verður til sölu á tilboðsverði.
Upplesturinn hefst klukkan 20:00, húsið opnar 19:30, öll velkomin!
Skálds Saga | Leikfélag Selfoss - Facebook