Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Sögukvöld um mjólkurbúshverfið og börnin þar

  • 24.10.2024, 19:00 - 21:00, Grænumörk 5

Fundur þessi verður í Mörkinni, stóra salnum í Grænumörk frá kl. 19.00 - 21:00. Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar stýrir kvöldinu. 

Mjólkurbú Flóamanna var reist fyrir utan þéttbýlið á Selfossi á sínum tíma (1929)

Margir ungir starfsmenn búsins voru þá að stofna fjölskyldur og reistu sér hús nálægt mjólkurbúinu. Þannig myndaðist nýtt hverfi í kringum mjólkurbúið og til varð sérstakt samfélag með mörgum börnum. 

Þau sem voru börn mjólkurbúshverfinu 1945 - 1965 kalla sig Mjólkurbúsbörn. Þau hafa hist undanfarin misseri til þess að endurnýja gömul kynni og rifja upp minningar æskudaganna. Þetta hefur vakið nokkra athygli.

Born-ur-hverfinu-innan-lodar-a-Austurvegi-60-ca-1953

Hópurinn hefur verið í sambandi við stjórn sveitarfélagsins og lýst áhuga sínum á að hverfisins og frumbyggjanna þar verði minnst og stuðlað að varðveislu á sögu þessa einstæða samfélags. 

Skrifstofubygging-MBF-i-smidum-born-ur-hverfinu-ca-1955

Í samstarfi við fulltrúa bæjarins verður flutt dagskrá helguð mjólkurbúshverfinu 24. október næstkomandi

Þar munu fjögur fyrrverandi börn úr hverfinu segja frá lífinu þar upp úr miðri síðustu öld og sýna ljósmyndir frá æskuárunum. Framsögumenn eru Ingibjörg Sigurðardóttir, Ólafur Sigurðsson, Eydís Katla Guðmundsdóttir og Eiríkur G. Guðmundsson.

Dagskrá:

  1. Kjartan Björnsson, opnunarávarp. (5 mín.)
  2. Eiríkur Gliese Guðmundsson (5 mín.): Inngangur um hverfið, mjólkurbúsbörnin, dagkráin og frummælendur
  3. Ólafur Sigurðsson (20 mín.): Mjólkurbúshverfið, þróun þess og örlög húsa.
  4. Ingibjörg Sigurðardóttir (20 mín.): Fædd í mjólkurbúi, æskuminningar
  5. Kaffihlé (15 mín.) Kaffi og kleinur í boði Árborgar. 
  6. Eydís Katla Guðmundsdóttir (20 mín.): Dóttir mjólkurfræðings, æskuminningar
  7. Eiríkur Gliese Guðmundsson (20 mín.): Dönsk-íslensk fjölskylda, æskuminningar
  8. Samantekt (m.a. hvernig varðveitum við sögu hverfisins?)
  9. Spurningar og umræður (15 mín.)

Einstakt tækifæri fyrir almenning í Árborg að kynnst sögu bæjarins!


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 Hallskot Jólaævintýri í Hallskoti

Þann 6. desember, klukkan 17:00, breytist Hallskot í lifandi jólaævintýraheim þar sem börn og fjölskyldur fá að upplifa töfrandi ferðalag í gegnum upplýstan skóg.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica