Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Stjórnmálaflokkar og stefnumál | Grænumörk

  • 14.9.2021, 15:00 - 16:00, Grænumörk 5
  • 15.9.2021, 14:00 - 15:00, Grænumörk 5
  • 20.9.2021, 14:00 - 16:00
  • 21.9.2021, 13:00 - 14:00
  • 22.9.2021, 13:00 - 14:00

Í aðdraganda kosninga til Alþingis hafa frambjóðendur stjórnmálaflokka boðað komu sína í Grænumörk 5 til að spjalla við þá sem áhuga hafa á að kynna sér stefnumál flokka sinna.

Þriðjudaginn 14. september á milli kl. 15:00 og 16:00 munu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins koma og kynna sín stefnumál og ræða við áhugasama.

Miðvikudaginn 15. september á milli 13:00 og 14:00 koma frambjóðendur Viðreisnar og kynna sína stefnu og ræða hana. 

Miðvikudaginn 15. september á milli kl. 14:00 og 15:00 koma frambjóðendur Framsóknarflokksins og kynna sína stefnu og ræða hana.

Miðvikudaginn 15. september á milli kl. 15:00 og 16:00 koma frambjóðendur Sósíalistaflokksins og kynna sína stefnu og ræða hana.

Mánudaginn 20. september á milli kl. 14:00 og 16:00 koma frambjóðendur frá Frjálslynda lýðræðisflokknum og kynna sína stefnu og ræða hana.

Þriðjudaginn 21. september á milli kl. 13:00 og 14:00 koma frambjóðendur frá Pírötum og kynna sína stefnu og ræða hana.

Miðvikudaginn 22. september á milli kl. 13:00 og 14:00 koma frambjóðendur frá Samfylkingunni og kynna sína stefnu og ræða hana.

Við hvetjum eldri borgara til að mæta, þar sem tækifæri gefst til að ræða beint við frambjóðendur flokkanna.

Miðflokki, Samfylkingu og Vinstri grænum hefur verið boðið að koma en þessi framboð hafa ekki ákveðið hvaða daga þau hyggjast vera á ferð en það verður tilkynnt um leið og það liggur fyrir. Ekki hefur enn náðst til hinna fimm flokkanna sem bjóða fram í Suðurkjördæmi.


Viðburðadagatal

16.9.2025 - 24.9.2025 Litla Leikhúsið Grunnnámskeið í leiklist / Theater workshop

Leikfélag Selfoss verður með leiklistarnámskeið fyrir nýliða og þá sem reyndari eru í haust / Leikfélag Selfoss will be hosting a theatre workshop this fall for both beginners and those with more experience

Sjá nánar
 

18.9.2025 - 25.9.2025 Selfosskirkja Gefðu íslensku séns - Hraðstefnumót við íslenskuna 18. - og 25. september

Fyrirkomulagið verður eins og á hraðstefnumóti eða svokölluðu speed-dating nema hvað markmiðið er að æfa sig í íslensku

Sjá nánar
 

23.9.2025 - 30.9.2025 Sundhöll Selfoss Íþróttavika Evrópu - Zumba sundlaugarpartí í Sundhöll Selfoss 27. september

Í tilefni af íþróttaviku Evrópu dagana 23. - 30. september 2025 þá verður boðið upp á Zumba tíma með Gunnhildi Þórðardóttur í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica