Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Strandarhlaup 2024

  • 2.5.2024, 20:00 - 21:00, Skálinn
  • 9.5.2024, 20:00 - 21:00
  • 16.5.2024, 20:00 - 21:00
  • 23.5.2024, 20:00 - 21:00

Strandarhlaup Ungmennafélags Stokkseyrar við Skálann verður haldið fjóra fimmtudaga í röð.

Fyrsta Strandarhlaup Ungmennafélags Stokkseyrar er haldið fimmtudaginn 2. maí í ár. Hlaupin byrja kl. 20:00 og er mæting við Skálann (sjoppan).

Hlaupið er 800 metra og hentar því öllum aldurshópum - foreldrar eru sérstaklega hvattir til að mæta mð börnunum sínum og hafa gaman!

Ljúka þarf 3 af 4 hlaupum til að vinna sér inn verðlaunapening og veitt verða verðlaun fyrir besta tíma kvenna og karla.

Strandarhlaupið 2024 er eftirfarandi fjóra fimmtudaga í maí: 

  • 02. maí, fimmtudagur
  • 09. maí, fimmtudagur
  • 16. maí, fimmtudagur
  • 23. maí, fimmtudagur

Ungmennafelag-stokkseyrar_1713515990618


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 Hallskot Jólaævintýri í Hallskoti

Þann 6. desember, klukkan 17:00, breytist Hallskot í lifandi jólaævintýraheim þar sem börn og fjölskyldur fá að upplifa töfrandi ferðalag í gegnum upplýstan skóg.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica