Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Sumarlestur 2023

  • 7.6.2023, 13:00 - 15:00, Bókasafn Árborgar, Selfoss
  • 14.6.2023, 13:00 - 15:00, Bókasafn Árborgar, Selfoss
  • 21.6.2023, 13:00 - 15:00, Bókasafn Árborgar, Selfoss
  • 28.6.2023, 13:00 - 15:00, Bókasafn Árborgar, Selfoss

Í ár fögnum við því að 30 ár eru liðin frá fyrsta sumarlestrinum! 

Í ár verður haldið sérstaklega hátíðlega upp á Sumarlesturinn með sama þemað og notað var í allra fyrsta Sumarlestrinum, Hafið.  

Við fáum gesti, tökum þátt í happdrætti, spilum leiki og fyrst og fremst verður stuðlað að því að viðhalda lestrarhæfni og kynna ævintýraheim bóka fyrir börnunum.

Sumarlestur hefst 7. júní kl. 13:00 og verður alla miðvikudaga í júní

Þátttaka er ókeypis. Börn á aldrinum 8 - 11 ára geta tekið þátt en þurfa að skrá sig. Mæting er alveg frjáls, ef þátttakandi kemst t.d. bara í helming af tímunum.

Hægt er að skrá þátttakendur hérna fyrir neðan eða með því að fylla út þátttökublað í afgreiðslu Bókasafns Árborgar, Selfossi.

Gleðilegt lestrarsumar!

Skráning | Sumarlestur 2023


Viðburðadagatal

16.9.2025 - 24.9.2025 Litla Leikhúsið Grunnnámskeið í leiklist / Theater workshop

Leikfélag Selfoss verður með leiklistarnámskeið fyrir nýliða og þá sem reyndari eru í haust / Leikfélag Selfoss will be hosting a theatre workshop this fall for both beginners and those with more experience

Sjá nánar
 

18.9.2025 - 25.9.2025 Selfosskirkja Gefðu íslensku séns - Hraðstefnumót við íslenskuna 18. - og 25. september

Fyrirkomulagið verður eins og á hraðstefnumóti eða svokölluðu speed-dating nema hvað markmiðið er að æfa sig í íslensku

Sjá nánar
 

23.9.2025 - 30.9.2025 Sundhöll Selfoss Íþróttavika Evrópu - Zumba sundlaugarpartí í Sundhöll Selfoss 27. september

Í tilefni af íþróttaviku Evrópu dagana 23. - 30. september 2025 þá verður boðið upp á Zumba tíma með Gunnhildi Þórðardóttur í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica