Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Tónlistin á Bakkanum | Menningardagskrá í tali og tónum á Eyrarbakka

  • 11.10.2024, 20:00 - 21:30, Eyrarbakki

Tónlistin á Bakkanum er sögutengd menningardagskrá í tali og tónum sem haldin verður á Eyrarbakka 11. og 12. október sem hluti af Menningarmánuði Árborgar.

Kvöldvökur og samsöngur úr Fjárlögunum í heimahúsum, samræður með tóndæmum í varðveisluhúsi Byggðasafns Árnesinga og hátíðartónleikar í Eyrarbakkakirkju.

Kl. 20 - 21:30 Kvöldvökur í heimahúsum á Eyrarbakka

Félagar úr Söngfjelaginu og Leikfélagi Eyrarbakka endurvekja gömlu kvöldvökustemmninguna með söng og sögum í völdum heimahúsum á Bakkanum föstudagskvöldið 11. október. Kvöldvökur verða á eftirtöldum stöðum og er fólk velkomið svo lengi sem húsrúm leyfir:

  • Hjá Hafdísi í Heimatúni, Túngötu 2
  • Hjá Auði og Rúnar, Hulduhóli 24
  • Hjá Ástu á Kaldbak
  • Hjá Gerði og Gísla, Túngötu 41
Í Húsinu er einnig kvöldvaka sem einsöngvararnir Björg Þórhallsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Hildigunnur Einarsdóttir, ásamt Hilmari Erni Agnarssyni og félögum úr leikfélagi Eyrarbakka munu skapa ógleymanlega kvöldvökustemningu.

Ókeypis aðgangur!

Kvöldvökur í heimahúsum á Eyrarbakka | Facebook


Viðburðadagatal

5.8.2025 - 31.8.2025 Sveitarfélagið Árborg Einu sinni á ágústkvöldi

Rómantískur ágústmánuður

Sjá nánar
 

15.8.2025 - 15.9.2025 Listagjáin Hálendisvinirnir opna hjörtu sín. ,,Það sem hjartað veit í dag veit höfuðið á morgun”

Samsýning Davíðs Samúelssonar og Sólveigar Þorbergsdóttur í Listagjánni og Norðurgangi, Sundhöll Selfoss. Sýningin stendur frá 15. ágúst til 15. september 2025.

Sjá nánar
 

15.8.2025 - 15.9.2025 Sundhöll Selfoss Hálendisvinirnir opna hjörtu sín. ,,Það sem hjartað veit í dag veit höfuðið á morgun”

Samsýning Davíðs Samúelssonar og Sólveigar Þorbergsdóttur í Listagjánni og Norðurgangi, Sundhöll Selfoss. Sýningin stendur frá 15. ágúst til 15. september 2025.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica