Tónlistin á Bakkanum | Menningardagskrá í tali og tónum á Eyrarbakka
Tónlistin á Bakkanum er sögutengd menningardagskrá í tali og tónum sem haldin verður á Eyrarbakka 11. og 12. október sem hluti af Menningarmánuði Árborgar.
Kvöldvökur og samsöngur úr Fjárlögunum í heimahúsum, samræður með tóndæmum í varðveisluhúsi Byggðasafns Árnesinga og hátíðartónleikar í Eyrarbakkakirkju.
Kl. 20 - 21:30 Kvöldvökur í heimahúsum á Eyrarbakka
Félagar úr Söngfjelaginu og Leikfélagi Eyrarbakka endurvekja gömlu kvöldvökustemmninguna með söng og sögum í völdum heimahúsum á Bakkanum föstudagskvöldið 11. október. Kvöldvökur verða á eftirtöldum stöðum og er fólk velkomið svo lengi sem húsrúm leyfir:
- Hjá Hafdísi í Heimatúni, Túngötu 2
- Hjá Auði og Rúnar, Hulduhóli 24
- Hjá Ástu á Kaldbak
- Hjá Gerði og Gísla, Túngötu 41
Ókeypis aðgangur!