Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Tónlistin á Bakkanum | Menningardagskrá í tali og tónum á Eyrarbakka

  • 11.10.2024, 20:00 - 21:30, Eyrarbakki

Tónlistin á Bakkanum er sögutengd menningardagskrá í tali og tónum sem haldin verður á Eyrarbakka 11. og 12. október sem hluti af Menningarmánuði Árborgar.

Kvöldvökur og samsöngur úr Fjárlögunum í heimahúsum, samræður með tóndæmum í varðveisluhúsi Byggðasafns Árnesinga og hátíðartónleikar í Eyrarbakkakirkju.

Kl. 20 - 21:30 Kvöldvökur í heimahúsum á Eyrarbakka

Félagar úr Söngfjelaginu og Leikfélagi Eyrarbakka endurvekja gömlu kvöldvökustemmninguna með söng og sögum í völdum heimahúsum á Bakkanum föstudagskvöldið 11. október. Kvöldvökur verða á eftirtöldum stöðum og er fólk velkomið svo lengi sem húsrúm leyfir:

  • Hjá Hafdísi í Heimatúni, Túngötu 2
  • Hjá Auði og Rúnar, Hulduhóli 24
  • Hjá Ástu á Kaldbak
  • Hjá Gerði og Gísla, Túngötu 41
Í Húsinu er einnig kvöldvaka sem einsöngvararnir Björg Þórhallsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Hildigunnur Einarsdóttir, ásamt Hilmari Erni Agnarssyni og félögum úr leikfélagi Eyrarbakka munu skapa ógleymanlega kvöldvökustemningu.

Ókeypis aðgangur!

Kvöldvökur í heimahúsum á Eyrarbakka | Facebook


Viðburðadagatal

1.5.2025 15:00 - 16:00 Vallaskóli Burtu með fordóma | Fjölskyldutónleikar 1. maí

Fimmtudaginn 1. maí mun Sinfóníuhljómsveit Suðurlands standa fyrir fjölskyldutónleikum í Vallaskóla undir yfirskriftinni Burtu með fordóma.

Sjá nánar
 

1.5.2025 20:00 - 22:00 Rauða húsið Stöndum saman | Leikfélag Eyrarbakka

Leikfélagið á Eyrarbakka kynnir með stolti söng- og gleðileikinn Stöndum saman. Frumsýning 10. apríl kl. 20:00.

Sjá nánar
 

2.5.2025 19:00 - 21:00 Iða íþróttahús Sinfóníuhljómsveit Íslands á Selfossi

Sinfóníuhljómsveit Íslands er það mikið kappsmál að allir landsmenn fái notið tónleika hennar og nú er ferðinni heitið á Suðurland.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica