Tónlistin á Bakkanum | Menningardagskrá í tali og tónum á Eyrarbakka
Tónlistin á Bakkanum er sögutengd menningardagskrá í tali og tónum sem haldin verður á Eyrarbakka 11. og 12. október sem hluti af Menningarmánuði Árborgar.
Kl. 13 - 14:30 Er Bakkinn kannski vagga íslenskrar tónlistar? | Samræður með tóndæmum í Varðveisluhúsi Byggðasafnsins
Samræður Kristínar Bragadóttur sagnfræðings, Bjarka Sveinbjörnssonar tónlistarfræðings og fleiri gesta um þá merku frumkvöðla íslensks tónlistarlífs sem tengdust Eyrarbakka og Stokkseyri um og eftir aldamótin 1900.
Búast má við að stakir félagar úr Söngfjelaginu brýni raustina þar sem við á. Umsjón Jón Karl Helgason.
Ókeypis aðgangur