Tónlistin á Bakkanum | Menningardagskrá í tali og tónum á Eyrarbakka
Tónlistin á Bakkanum er sögutengd menningardagskrá í tali og tónum sem haldin verður á Eyrarbakka 11. og 12. október sem hluti af Menningarmánuði Árborgar.
kl. 16:00 - 17:30 Hátíðartónleikar í Eyrarbakkakirkju
Flytjendur eru Söngfjelagið undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, einsöngvararnir Björg Þórhallsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Hildigunnur Einarsdóttir, og Kór Eyrarbakkakirkju undir stjórn Péturs Nóa Stefánssonar.
Á efnisskránni eru lög eftir tónskáld með tengsl við Eyrarbakka. Þá verður frumflutt verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur tónskáld.
Aðgangur ókeypis