Unglingalandsmót UMFÍ Selfossi

  • 29.7.2021 - 1.8.2021, Selfoss

Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin frá árinu 1992. Þúsundir barna og fjölskyldur þeirra taka þátt á mótunum á hverju ári.

Í ljósi nýrra sóttvarnareglugerðar þá hefur verið ákveðið að fresta unglingalandsmótinu 2021.

Unglingalandsmótið er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni frá 11-18 ára taka þátt í fjölmörgum íþróttagreinum. Á sama tíma er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Ákveðið hefur verið að 19 ára geti tekið þátt í mótinu nú því Unglingalandsmótinu var frestað á síðasta ári.

Mót fyrir alla fjölskylduna

Á Selfossi verður boðið upp á 24 stórskemmtilegar greinar. Þar á meðal eru knattspyrna, körfubolti og frjálsar íþróttir en líka aðrar nýlegri eins og strandhandbolta og standblak sem hafa slegið í gegn. Líka er hægt að skrá sig í hlaupaskotfimi (biathlon), bogfimi, borðtennis, golf og glímu, kökuskreytingar, rafíþróttir og margar fleiri. Fatlaðir geta eins og á fyrri mótum tekið þátt í fjölda greina. Öll kvöld verða tónleikar með vinsælasta tónlistarfólki ungu kynslóðarinnar ásamt því sem upprennandi tónlistarfólk og hljómsveitir frá Suðurlandi stíga á stokk.

Búist er við þúsund mótsgesta á Selfossi um verslunarmannahelgina og er verið að útbúa risastórt tjaldsvæði við Suðurhóla í útjaðri bæjarins fyrir þátttakendur af öllu landinu. Svæðið er í göngufæri við mótssvæðið. Til að skapa sanna stemningu og gæta öryggis þátttakenda og mótsgesta verður ákveðnum götum lokað í kringum nokkra viðburði á Selfossi.

Allir geta hreyft sig

Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdarstjóri móta UMFÍ, segir fólk orðið gríðarlega spennt fyrir því að hreyfa sig saman. Öllum mótum og flestum viðburðum UMFÍ var frestað í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir stjórn UMFÍ og framkvæmdanefnd Unglingalandsmótsins bjartsýna um mótahald nú í sumar.

„Bólusetning hefur gengið vonum framar og því erum við vongóð um að betur viðri til mótahalds um verslunarmannahelgina þar sem margir mega koma saman. Við vinnum að sjálfsögðu með heilbrigðisyfirvöldum og gerum allt í samræmi við sóttvarnaraðgerðir sem mögulega verða í gildi um verslunarmannahelgina. En auðvitað metum við aðstæður þegar nær dregur,“ segir Ómar.

Eitt verð fyrir margar greinar

Skráningargjald á Unglingalandsmót UMFÍ er 7.900 krónur og geta þátttakendur tekið fyrir það þátt í eins mörgum greinum og viðkomandi vill. Allir á aldrinum 11-19 ára geta skráð sig til leiks. Ekki er skilyrði að vera skráður í ungmenna- eða íþróttafélag til að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ. Það eina sem þarf er gleðin sem felst í því að vera með.

Inni í þátttökugjaldinu er gisting á tjaldsvæði mótsgesta en greiða þarf fyrir aðgang að rafmagni.

Allar upplýsingar um Unglingalandsmót UMFÍ og skráning er að finna á www.ulm.is og á Facebook-síðu mótsins.


Viðburðadagatal

IMG_3538

11.6.2021 - 31.7.2021 Listagjáin Lífssögur í Listagjánni

Samsýning þeirra Christine Gísladóttur, Gísla Sigurðssonar og Helgu R. Einarsdóttur

Sjá nánar
 

20.6.2021 - 15.9.2021 Byggðasafn Árnesinga Missir | Sumarsýning í Húsinu á Eyrarbakka

Persónulegir hlutir verða gjarnan dýrgripir eftirlifenda þegar ástvinur deyr. Þannig geyma látlausir hlutir líkt og pappírsbátur, herðasjal og sparibaukur oft mun dýpri sögu en virðist í fyrstu.

Sjá nánar
 

29.7.2021 - 1.8.2021 Selfoss Unglingalandsmót UMFÍ Selfossi

Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin frá árinu 1992. Þúsundir barna og fjölskyldur þeirra taka þátt á mótunum á hverju ári.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica