Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


VONARMJÓLK

  • 24.10.2024, 17:00 - 18:00, Bókasafn Árborgar, Selfoss

Myndasöguhöfundurinn Bjarni Hinriksson mætir á Bókasafn Árborgar, Selfossi og kynnir nýja bók sína Vonarmjólk

BjarniBjarni Hinriksson hefur fengist við gerð myndasagna í rúm fjörutíu ár og verið leiðandi á því sviði, einn fárra á Íslandi til að einbeita sér að þessu tjáningarformi. 

Með sögum, sýningahaldi, útgáfu, skrifum, þýðingum og kennslu hefur Bjarni unnið að því að skapa myndasögunni vettvang á Íslandi.

Í þessu riti, Vonarmjólk, er safnað saman flestum svarthvítum myndasögum sem hann hefur gert á ferlinum. 

Margar hafa birst í tímaritum og blöðum á Íslandi eða erlendis, aðrar hvergi sést áður. 

Sögurnar gefa góða mynd af fjölbreyttum og frumlegum efnistökum Bjarna þar sem skopleg alvara, fáránleiki og furður leiða lesandann á milli ævintýraheima, drauma og hversdagslífs. Þær eru í senn vitnisburður um fortíðina og vegvísir til framtíðar.

Bjarni á ættir að rekja á Stokkseyri svo það er aldrei að vita nema einhverjar myndir úr okkar samfélagi rati í sögurnar.

Verið öll hjartanlega velkomin! 

Bokasaf-logo


Viðburðadagatal

19.11.2025 - 20.12.2025 Listagjáin Sjöl í Listagjánni

Handverk nokkurra sunnlenskra kvenna verða til sýnis í Listagjá Bókasafnsins á Selfossi frá 19. nóvember til 20. desember 2025.

Sjá nánar
 

6.12.2025 Hallskot Jólaævintýri í Hallskoti

Þann 6. desember, klukkan 17:00, breytist Hallskot í lifandi jólaævintýraheim þar sem börn og fjölskyldur fá að upplifa töfrandi ferðalag í gegnum upplýstan skóg.

Sjá nánar
 

6.12.2025 - 23.12.2025 Snæfoksstaðir Jólatrjáasala á Snæfoksstöðum í Grímsnesi

Skemmtileg samverustund fjölskyldunnar, markaður í skemmunni þar sem ýmislegt handverk er til sölu og í boði er kakó og lummur. Þú getur sagað þitt eigið jólatré í skóginum eða valið tré sem við höfum sagað fyrir þig, einnig erum við með tröpputré, bakka og eldivið til sölu.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica