Fréttasafn

Íþrótta- og frístundastarf hefst að nýju 4. maí

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út víðtækari afléttingu fyrir íþrótta- og frístundastarf barna og unglinga á Íslandi frá og með 4.maí nk. Fréttirnar eru mjög jákvæðar og mun íþrótta- og frístundastarfið í Árborg hefjast aftur á þessum tíma.  

Íþrótta- og frístundamannvirki í Árborg munu opna fyrir starf íþrótta- og frístundafélaga í takti við viðmið almannavarna þar sem allt starf barna og unglinga á grunnskólaaldri getur farið fram innan- og utandyra án takmarkana líkt og kemur fram í auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins en íþrótta- og frístundafélögin í Árborg senda nánari upplýsingar á sína iðkendur á næstu dögum. 

Viðmið vegna íþrótta- og frístundastarfs barna og unglinga á grunnskólaaldri:

 • Engar fjöldatakmarkanir verða settar á iðkendur.
 • Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, verði leyfð.
 • Skíðasvæði verði opin fyrir æfingar barna og unglinga.
 • Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða verði opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.
 • Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi verði heimil án áhorfenda.
 • Hvatt verði til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

Íþróttaæfingar eldri en 16 ára fara fram með eftirfarandi takmörkunum: 

 • Mest verði sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll.
 • Mest verði fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við handboltavöll.
 • Notkun búningsaðstöðu innanhúss verði óheimil.
 • Hvatt verði til að tveggjametra nándarreglan verði virt.
 • Keppni í íþróttum fullorðinna verði óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda.
 • Sundæfingar fyrir fullorðna verði að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun búnings- og sturtuaðstöðu verði leyfð.
 • Áfram verði hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.
 • Sundlaugar verði lokaðar almenningi.

Frístundaakstur hefst á ný samkvæmt áætlun

Hægt er að kynna sér auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins betur á vef stjórnarráðs og um íþrótta-og frístundastarfið á vef UMFÍ


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

8. júlí 2020 : Innanbæjarstrætó í Árborg - bætt við ferð fyrir hádegi virka daga

Sveitarfélagið Árborg hefur í samstarfi við Strætó bætt við ferð á virkum dögum fyrir hádegi á leið 75 sem keyrir innan Árborgar. Þessi ferð fer frá Selfossi kl. 9:33 og keyrir milli Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka.

Sjá nánar

30. júní 2020 : Símtöl og samkomur á vegum fjölskyldusviðs Árborgar

Framhald af verkefni sem félagsmiðstöðin Zelsíuz var með á tímum samkomubanns heldur áfram á komandi vikum. 

Sjá nánar

29. júní 2020 : Ráðning mannauðsráðgjafa

Berglind Harðardóttir hefur verið ráðin mannauðsráðgjafi í mannauðsdeild Sveitarfélagsins Árborgar en hún var valin úr hópi 19 umsækjenda um starfið. 

Sjá nánar

25. júní 2020 : Vinningshafi í nafnasamkeppni

Í dag voru veitt verðlaun fyrir tillögu að nafni á nýja leikskólann í Engjalandi. Átján þátttakendur áttu tillöguna sem varð fyrir valinu, Goðheimar. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica