Jólapeysan 2025
Handverkskonurnar í Gallerí Gimli á Stokkseyri hafa undanfarin ár prjónað jólapeysu sem er síðan boðin upp og rennur allur ágóðinn til góðgerðarmála.
Að þessu sinni mun Sjóðurinn góði njóta góðs af. Uppboðið stendur til 14. desember og byrjar í 35 þúsundum.
Hægt er að senda skilaboð inn á facebókarsíðu Gallerí Gimli eða hringja í síma 899 - 8060.
