Þjónustusamningur við Björgunarfélag Árborgar 2025
Sveitarfélagið Árborg og Björgunarfélag Árborgar hafa endurnýjað þjónustusamning sinn til eins árs.
Það voru þeir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar og Ágúst Ingi Kjartansson, formaður Björgunarfélags Árborgar sem skrifuðu undir samninginn sem gildir í ár.
Um er að ræða samning sem felur í sér verkefni sem björgunarfélagið tekur að sér
Má þar nefna umsjón með Sjómannadeginum á Stokkseyri, aðstoð við viðburði á 17. Júní og Vor í Árborg auk þess sem félagið sér um áramótabrennu og flugeldasýningar í kringum áramót.
Einnig sinnir björgunarfélagið viðhaldi á jólaljósum við Ölfusárbrú.
Sveitarfélagið styrkir svo félagið áfram með rekstrarstyrk sem og styrk til eflingar ungmennastarfi.