Til kynningar | Verndarsvæði í byggð
Á 28. fundi bæjarstjórnar var tekin fyrir tillaga að verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka og samþykkti bæjarstjórn að tillagan skyldi auglýst og kynnt íbúum og hagsmunaaðilum.
Tillaga þessi byggir enn fremur á reglugerð um verndarsvæði í byggð nr. 575/2016 sem gefin er út af forsætisráðuneytinu. Samkvæmt 1. gr. reglugerðarinnar kemur fram að við mat á varðveislugildi byggðar skuli bæjarstjórn m.a. líta til heildarásýndar byggðar, heildarsvips bygginga og tengsla hennar við staðhætti og umhverfi.
Mikilvægt er, ekki aðeins fyrir Eyrarbakka og Sveitarfélagið Árborg heldur landið allt, að glata ekki þessum einkennum heldur styrkja þau og vernda og nota til jákvæðrar kynningar og fræðslu.
Hægt er að nálgast tillöguna og greinargerð hér.
Sökum fjöldatakmarkana verður íbúafundur, þar sem tillagan verður kynnt nánar, auglýstur síðar.