Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Gjaldskrá

Gjaldskrá vatnsveitu í Sveitarfélaginu Árborg.

1. gr.
Gjaldskylda

Sveitarfélagið Árborg innheimtir gjald fyrir lagningu heimæðar skv. 5. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Jafnframt innheimtir sveitarfélagið vatnsgjald og notkunargjald skv. 6. og 7. gr. laganna. 

2. gr.
Ráðstöfun gjalda

Tekjum sveitarfélagsins vegna heimæðargjalds vatnsveitu skal varið til vatnsveituframkvæmda og skal gjaldið taka mið af gerð, stærð og lengd heimæða.
Vatnsgjald, ásamt öðrum tekjum vatnsveitu, skal standa undir rekstri vatnsveitunnar, þ.m.t. fjármagnskostnaði, og fyrirhuguðum stofnkostnaði samkvæmt langtímaáætlun veitunnar. 

3. gr.
Heimæðargjald vatnsveitu

Heimæðargjald vatnsveitu fylgir byggingarvísitölu og er uppfært tvisvar á ári í janúar og júlí ár hvert. 

 Þvermál heimæðar PE - mm Uppfært miðað við byggingavísitölu nú (des. 2024)
 32 377.706 
 40 408.857 
 50  460.775
 63 582.783
 75 743.730 
 90 985.151 

Gjöldin miðast við að ídráttarrör fyrir heimlagnir hafi verið lagt á frostfríu dýpi frá tengistað vatnsveitu Sveitarfélagsins Árborgar við lóðarmörk, að tengistað (inntaksstað) mannvirkis, og að lega og frágangur ídráttarrörsins hafi verið tekin út og samþykkt af starfsmönnum vatnsveitu.
Innifalið í heimæðargjaldi er allt að 30 metra lögn og tengigrind. Ef heimtaug er lengri en 30 metrar bætist við 2% yfirlengdargjald á hvern metra. Fyrir hverja aukatengigrind greiðist 10% af heimæðargjaldi viðkomandi stærðar. Heimæðargjald fyrir inntök stærri en 90 mm er reiknað út hjá vatnsveitu Sveitarfélagsins Árborgar.
Geri húseigandi eða lóðarhafi breytingu á skipulagi húss frá útgefnu skipulagi sveitarfélagsins ber hann til viðbótar allan kostnað við færslu eða breytingu lagna, inntaksbúnaðar og á inntaksstað. Sama gildir um tímabundna aftengingu.

4. gr.
Aukagjöld vegna sérstakra aðstæðna

Við sérstakar aðstæður, s.s. vegna frosts í jörðu og sprengingar á klöpp skal greitt sérstakt álag er nemur 25% sem leggst ofan á heimæðargjald skv. 3. gr.
Þurfi að koma til dælingar vegna vatnsaga við lagningu heimæða, skal lóðarhafi greiða eftirfarandi:

 Vatnsdæla 2.420 kr./sólarhring 
 Rafstöð fyrir dælu 3.300 kr./sólarhring 

Séu starfsmenn veitunnar kallaðir til að leggja heimtaug og aðstaða uppfyllir ekki tæknilega tengiskilamála vatnsveitu og starfsmenn þurfa frá að hverfa, hlýst af því kostnaður.

Aðstaða ekki fullnægjandi 20.828 kr.

Óski byggingaraðili eftir byggingarvatni getur viðkomandi sótt um bráðabirgðatengingu. Kostnaður við slíka tengingu er 30% af heimtaugargjaldi viðkomandi stærðar.

5. gr.
Vatnsgjald

Árlega skal greiða vatnsgjald af öllum fasteignum í sveitarfélaginu sem vatns geta notið. Álagningarstofn gjaldsins skal vera fasteignamat viðkomandi fasteigna. Fjárhæð gjaldsins skal nema:
0,102% af heildarfasteignamati eignar í A-flokki.
0,172% af heildarfasteignamati eignar í B-flokki.
0,172% af heildarfasteignamati eignar í C-flokki. 

6. gr.
Notkunargjald

Þar sem vatn frá vatnsveitu er notað til atvinnustarfsemi eða annars en venjulegra heimilisþarfa skal innheimt sérstakt notkunargjald.
Fjárhæð notkunargjalds er 46 kr. á rúmmetra (m³) vatns, skv. mælingu.
Notkunargjaldið tekur mið af vísitölu byggingarkostnaðar í janúar hvert ár.
Gjaldið skal uppfært miðað við vísitöluhækkanir tvisvar á ári í janúar og júlí.
Í þeim tilvikum þegar um óvenjumikil kaup á vatni er að ræða eða vatn er keypt til sérstakrar framleiðslu er heimilt að gera sérstakt samkomulag við kaupanda um endurgjald fyrir vatnið.
Sé óskað eftir bráðabirgðatengingu greiðast 10.414 kr. á mánuði í notkunargjald fyrir hana á meðan bráðbirgðatenging er notuð. 

7. gr.
Mælaleiga

Þeim sem greiða skulu notkunargjald skv. 6. gr. skulu látnir í té vatnsmælar. Notandi skal sjá fyrir aðstöðu fyrir mæli. Vatnsveita er eigandi mælanna og skal greidd fyrir þá ársleiga sem hér segir: 

Stærð mælis   Mælaleiga á ári (miðað við desember 2024) 
 að 20 mm  7.627 kr.
 20 - 24 mm  10.165 kr.
 25 - 31 mm  12.711 kr.
 32 - 39 mm  15.250 kr.
 40 - 49 mm  20.337 kr.
 50 - 74 mm  61.008 kr.
 75 - 99 mm  66.090 kr.
 100 mm og stærri  71.173 kr.
Mælaleigan tekur mið af vísitölu byggingarkostnaðar og er uppfærð tvisvar á ári í janúar og júlí. 

8. gr.
Gjalddagar

a) Heimæðargjald: Gjalddagi heimæðargjalds vatnsveitu miðast við útgáfu byggingarleyfis. Í þeim tilvikum er lóðarhafi, með samþykki skipulagsnefndar, nýtir lóð undir annað en byggingu miðast gjalddagi heimæðargjalds við tengingu heimæðar. Gjöldin skulu greidd eða um þau samið innan 20 daga frá gjalddaga.
b) Vatnsgjald: Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og bæjarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.
c) Notkunargjald: Gjalddagar notkunargjalds eru á þriggja mánaða fresti. Eindagi er 20 dögum eftir gjalddaga.
d) Mælaleiga: Gjalddagi leigugjalds fyrir mæli er á þriggja mánaða fresti. Eindagi er 20 dögum eftir gjalddaga.

9. gr.
Innheimta o.fl.

Skráður eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu vatnsgjalds og heimæðargjalds en notandi, ef hann er annar en fasteignareigandi, ber ábyrgð á greiðslu notkunargjalds.
Gjöldin njóta lögveðsréttar í lóð og mannvirkjum í næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.
Heimilt er að loka fyrir heimæðar hjá þeim sem vanrækja að greiða notkunargjald að undangenginni skriflegri aðvörun.
Notkunargjald og leigugjald fyrir mæli, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum er heimilt að taka fjárnámi.

10. gr.
Gildistaka

Gjaldskrá þessi, sem öðlast þegar gildi, er samin og samþykkt af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar með heimild í 10. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur sveitarfélaga, 11. gr. reglugerðar um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005 og III. kafla vatnalaga nr. 15/1923 og öðlast þegar gildi Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá vatnsveitu í Sveitarfélaginu Árborg nr. 1012/2024.

Samþykkt í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar, 4. desember 2024.
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
__________

B-deild - Útgáfudagur: 9. janúar 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica