Skipulagsbreytingar

Auglýsingar um skipulag í Sveitarfélaginu Árborg

Þegar sveitarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skal hún auglýst og kynnt á sama hátt og kveðið er á um varðandi auglýsingu aðalskipulags í 1. og 2. mgr. 18. gr.

Þegar frestur til athugasemda er liðinn skal sveitarstjórn fjalla um tillöguna á nýjan leik að undangenginni umfjöllun skipulagsnefndar. Í þeirri umfjöllun skal taka afstöðu til athugasemda sem borist hafa og þess hvort gera skuli breytingar á tillögunni. Ef engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna er ekki skylt að taka hana til annarrar umræðu í sveitarstjórn heldur skal senda hana Skipulagsstofnun skv. 3. mgr.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða þau svæði sem eru og hafa verið auglýst:

Auglýsing um skipulagsmál 

6. ágúst 2021

Heildarendurskoðun aðalskipulags Árborgar 2020-2036

Sveitarfélagið Árborg hefur á yfirstandandi kjörtímabili unnið að heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Tillagan tekur til alls landsvæðis innan sveitarfélagsins og hvernig því er skipt niður í landnotkunarflokka. Opnir kynningarfundir verða haldnir á komandi hausti fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila.

Aðalskipulagsbreytingar

Deiliskipulagsbreytingar – í vinnslu

Samþykkt deiliskipulag fyrir miðbæ Selfoss

Deiliskipulag fyrir miðbæ Selfoss sem samþykkt var í Bæjarstjórn Árborgar miðvikudaginn 21.febrúar 2018 má nálgast hér að neðan ásamt greinagerð.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica