Sorphirðudagatal & flokkun
Sorpflokkun
Bláa tunnan er fyrir endurvinnanlegan heimilisúrgang.
Dæmi: Bylgjupappi, dagblöð og tímarit, fernur, plastumbúðir, sprittkertakoppar og niðursuðudósir.
Brúna tunnan er fyrir lífrænan eldhúsúrgang og er fyrir allan matarafgang sem fellur til á heimilinu.
Dæmi: lífrænn úrgangur frá heimilum er afskurður af ávöxtum, eldaðir kjöt- og fiskafgangar, brauðmeti, kaffikorgur, tannstönglar, tepokar.
Í gráu tunnuna fer úrgangur sem ekki hefur skilgreindan endurvinnsluferil.
Dæmi: Bleyjur, frauðplast, umbúðir úr blönduðu hráefni (t.d. plastumbúðir með álfilmu sem ekki er hægt að skilja frá), óhreinar umbúðir, stór bein o.fl. Æskilegt er að gler sé flokkað og skilað á gámasvæði.
Frekari upplýsingar um flokkun má nálgast hér.