Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.6.2014

1. fundur bæjarstjórnar

1. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 19. júní 2014, kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, varamaður, Æ-lista

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.  

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, setti fundinn þar sem hann er elstur þeirra bæjarfulltrúa sem eiga lengsta r að baki í bæjarstjórn og stýrði honum á meðan fyrstu tveir liðirnir á dagskrá voru afgreiddir.  

Dagskrá: 

I.         1406055
Skýrsla yfirkjörstjórnar í Sveitarfélaginu Árborg vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014
         

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, flutti skýrslu yfirkjörstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar vegna sveitarstjórnarkosninganna 31. maí sl. 

II.        1406031
Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs

1.   Kosning forseta til eins árs.
Lagt var til að Kjartan Björnsson, D-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum bæjafulltrúa D- og Æ- lista, bæjarfulltrúar B- og S- lista sátu hjá. 

Kjartan tók við stjórn fundarins. 

2.  Kosning 1. varaforseta til eins árs.
Lagt var til að Ari Björn Thorarensen, D-lista,  yrði kosinn 1. varaforseti til eins árs.  

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og Æ-lista sátu hjá. 

3.  Kosning 2. varaforseta til eins árs.
Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og Æ-lista sátu hjá. 

4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.  Lagt var til að Gunnar Egilsson og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, yrðu kosnir skrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og Æ-lista sátu hjá.           

5.  Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.
Lagt var til að Ari Björn Thorarensen og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrðu kosin varaskrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar B-, S- og Æ-lista sátu hjá. 

III. 1406031
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. A-lið   58. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 599/2009: 

Aðalmenn:                                                        Varamenn:
Gunnar Egilsson                                            Ari Björn Thorarensen
Sandra Dís Hafþórsdóttir                            Kjartan Björnsson
Eggert Valur Guðmundsson                        Arna Ír Gunnarsdóttir 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum, fulltrúi Æ-lista sat hjá. 

IV.   1406031
Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2013: 

1.         Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.      
2.         Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara.
3.         Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
4.         Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
5.         Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara
6.         Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara

Lagt var til að eftirtaldir verði kosnir í kjörstjórnir til eins árs.

1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara. 
Aðalmenn:                                                                 Varamenn:
Ingimundur Sigurmundsson                      Lára Ólafsdóttir
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir                    Sigurbjörg Gísladóttir
Bogi Karlsson                                                Þórunn Jóna Hauksdóttir          

2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Erlendur Daníelsson                                   Þorgrímur Óli Sigurðsson
Gunnar Gunnarsson                                   Hólmfríður Einarsdóttir
Ólafur Bachmann Haraldsson                   Svanborg Egilsdóttir 

3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Erling Rúnar Huldarsson                         Magnús Jóhannes Magnússon
Ingibjörg Jóhannesdóttir                          Ingveldur Guðjónsdóttir
Valdemar Bragason                                    Gunnar Þorkelsson 

4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Kristín Björnsdóttir                                       Elvar Ingimundarson
Hafdís Kristjánsdóttir                                   Anna Ingadóttir
Ragnhildur Benediktsdóttir                          Jónína Halldóra Jónsdóttir

5. Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Ingibjörg Ársælsdóttir                               Helga Björg Magnúsdóttir
Björn Harðarson                                         Bjarkar Snorrason
Ragnhildur Jónsdóttir                                Guðni Kristjánsson 

6. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Lýður Pálsson                                              Arnar Freyr Ólafsson
María Gestsdóttir                                        Þórarinn Ólafsson
Birgir Edwald                                               Arnrún Sigurmundsdóttir

Var það samþykkt samhljóða.           

V.    1406031
Kosning í nefndir, ráð og stjórnir til fjögurra ára sbr. B-lið 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2013:

Helgi S. Haraldsson tók til máls og lagði fram yfirlýsingu um að Framsóknarflokkurinn og Björt framtíð í Árborg munu leggja fram sameiginlega lista fyrir kosningar í nefndir sveitarfélagsins.

1.  Félagsmálanefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.        
Aðalmenn:                                                       Varamenn:        
Ari Björn Thorarensen, formaður         Helga Þórey Rúnarsdóttir
Jóna S. Sigurbjartsdóttir                         Sigríður J. Guðmundsdóttir
Þórdís Kristinsdóttir                             Ásbjörn Jónsson
Svava Júlía Jónsdóttir                            Steinunn Jónsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                     Guðfinna Gunnarsdóttir                

Samþykkt samhljóða.                       

2.  Framkvæmda- og veitustjórn, fimm fulltrúar og fimm til vara
Aðalmenn:                                            Varamenn:
Gunnar Egilsson, formaður                  Guðjón Guðmundsson
Ragnheiður Guðmundsdóttir               Jón Jónsson
Ingvi Rafn Sigurðsson                         Sandra Dís Hafþórsdóttir
Viktor Pálsson                                      Eggert Valur Guðmundsson
Helgi S. Haraldsson                             Gissur Kolbeinsson

Samþykkt samhljóða.  

3.   Fræðslunefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara
Aðalmenn:                                                       Varamenn:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður    Ragnheiður Guðmundsdóttir
Magnús Gíslason                                     Víglundur Guðmundsson
Brynhildur Jónsdóttir                            Ásgerður Tinna Jónsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir                            Sesselja S. Sigurðardóttir
Íris Böðvarsdóttir                                   Guðrún Þóranna Jónsdóttir    

Samþykkt samhljóða.

4.   Íþrótta- og menningarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

Aðalmenn:                                             Varamenn:
Kjartan Björnsson, formaður             Gísli Á. Jónsson
Axel Ingi Viðarsson                              Ásgerður Tinna Jónsdóttir
Helga Þórey Rúnarsdóttir                  Einar Ottó Antonsson           
Eggert Valur Guðmundsson               Anton Örn Eggertsson
Ómar Vignir Helgason                         Estelle Burgel 

Samþykkt samhljóða.

5.   Skipulags- og byggingarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara        

Aðalmenn:                                            Varamenn:
Ásta Stefánsdóttir, formaður               Hjalti Jón Kjartansson
Magnús Gíslason                                  Brynhildur Jónsdóttir
Gísli Á. Jónsson                                   Markús Vernharðsson
Guðlaug Einarsdóttir                            Hermann Dan Másson
Ragnar Geir Brynjólfsson                    Karen Karlsdóttir Svendsen 

Samþykkt samhljóða.

6.   Kjaranefnd, þrír fulltrúar og þrír til vara. 

Dregið var um þriðja fulltúra í kjaranefnda á milli S-lista og sameiginlegs framboðs B- og Æ-lista, kom sætið í hlut S-lista.

Aðalmenn:                                            Varamenn:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður    Gunnar Egilsson
Ari Björn Thorarensen                          Kjartan Björnsson                 
Eggert Valur Guðmundsson                Arna Ír Gunnarsdóttir

Samþykkt samhljóða.

VI.   1406031
Kosning í nefndir, stjórnir eða til að sækja aðalfundi til fjögurra ára sbr. C-lið 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2073: 

1.   Aðalfundur SASS, tíu fulltrúar og tíu til vara.
Aðalmenn:                                            Varamenn:
Gunnar Egilsson                                   Axel Ingi Viðarsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir                     Helga Þórey Rúnarsdóttir
Kjartan Björnsson                                Ragnheiður Guðmundsdóttir            
Ari Björn Thorarensen                          Gísli Á. Jónsson        
Ásta Stefánsdóttir                                Sigríður J. Guðmundsdóttir
Magnús Gíslason                                  Ingvi Rafn Sigurðsson
Eggert Valur Guðmundsson                Guðlaug Einarsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir                          Viktor Pálsson
Helgi S. Haraldsson                             Íris Böðvarsdóttir
Viðar Helgason                                    Eyrún Björg Magnúsdóttir

Samþykkt samhljóða.

2.   Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands, einn fulltrúi og einn til vara.
Aðalmaður:                                           Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson 

Samþykkt samhljóða. 

3.  Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, einn fulltrúi og einn til vara.
Aðalmaður:                                           Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum, fulltrúi Æ-lista sat hjá.

4.  Fulltrúaráð Héraðsnefndar Árnesinga, átta fulltrúar og átta til vara.
Aðalmenn:                                            Varamenn:
Sandra Dís Hafþórsdóttir                 Magnús Gíslason
Kjartan Björnsson                               Axel Ingi Viðarsson
Ari Björn Thorarensen                       Helga Þórey Rúnarsdóttir
Ásta Stefánsdóttir                                Ragnheiður Guðmundsdóttir
Gunnar Egilsson                                  Gísli Á. Jónsson
Arna Ír Gunnarsson                            Eggert Valur Guðmundsson
Helgi S. Haraldsson                            Íris Böðvarsdóttir
Viðar Helgason                                    Eyrún Björg Magnúsdóttir 

Dreginn var miði um sjöunda og áttunda fulltrúa í nefndinni og komu sætin í hlut D- og sameiginlegs framboðs B- og Æ- lista. 

Samþykkt samhljóða. 

5.   Fulltrúi í Almannavarnanefnd Árnessýslu, einn fulltrúi og einn til vara.
Aðalmaður:                                           Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson 

Samþykkt samhljóða.  

6.  Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga, fjórir fulltrúar og fjórir til vara.
Aðalmenn:                                              Varamenn:
Gunnar Egilsson                                    Kjartan Björnsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir                    Ari Björn Thorarensen
Arna Ír Gunnarsdóttir                         Eggert Valur Guðmundsson
Helgi S. Haraldsson                             Viðar Helgason 

Samþykkt samhljóða.  

7.  Samstarfsnefnd með starfsmannafélögum, tveir fulltrúar og tveir til vara.
Aðalmenn:                                            Varamenn:
Ásta Stefánsdóttir                                Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson                                   Kjartan Björnsson 

Samþykkt samhljóða.  

8.  Aðalfundur Leigubústaða Árborgar ehf, einn fulltrúi og einn til vara
Aðalmaður:                                           Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson

Samþykkt samhljóða.  

9.      Fulltrúi í stjórn þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðra
Ásta Stefánsdóttir 

Samþykkt samhljóða. 

10.  Þjónustuhópur aldraðra, tveir fulltrúar sem hafa þekkingu á félagslegri þjónustu við aldraða.  
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Vaka Kristjánsdóttir  

Samþykkt samhljóða.  

11.  Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, tíu fulltrúar og tíu til vara.
Aðalmenn:                                                Varamenn:
Gunnar Egilsson                                   Axel Ingi Viðarsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir                    Helga Þórey Rúnarsdóttir
Kjartan Björnsson                                Ragnheiður Guðmundsdóttir            
Ari Björn Thorarensen                         Gísli Á. Jónsson
Ásta Stefánsdóttir                                Sigríður J. Guðmundsdóttir
Magnús Gíslason                                  Ingvi Rafn Sigurðsson
Eggert Valur Guðmundsson                Guðlaug Einarsdóttir            
Arna Ír Gunnarsdóttir                          Viktor Pálsson
Helgi S. Haraldsson                             Íris Böðvarsdóttir
Viðar Helgason                                    Eyrún Björg Magnúsdóttir 

Samþykkt samhljóða.  

12. Aðalfundur Borgarþróunar ehf, einn fulltrúi og einn til vara
Aðalmaður:                                           Varamaður
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson

Samþykkt samhljóða.  

13.  Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar ehf, einn fulltrúi og einn til vara
Aðalmaður:                                           Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson

Samþykkt samhljóða.

14.   Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar slf, einn fulltrúi og einn til vara
Aðalmaður:                                           Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                               Gunnar Egilsson

Samþykkt samhljóða.  

15.  Aðalfundur Sandvíkurseturs ehf, einn fulltrúi og einn til vara
Aðalmaður:                                          Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson

Samþykkt samhljóða.

16.  Aðalfundur Verktækni ehf, einn fulltrúi og einn til vara
Aðalmaður:                                           Varamaður:
Ásta Stefánsdóttir                                Gunnar Egilsson

Samþykkt samhljóða.   

VII.    1406031
Kosning í hverfisráð Árborgar.           

Lagt er til að eftirtaldir verið kosnir í hverfisráð til eins árs.

1. Hverfisráð Selfossi, fimm fulltrúar og tveir til vara.            
Anna Margrét Magnúsdóttir, formaður
Katrín Klemensdóttir
Böðvar Jens Ragnarsson
Þröstur Þorsteinsson

2. Hverfisráð Stokkseyrar, fimm fulltrúar og tveir til vara.
Vigfús Helgason, formaður
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
Hafdís Sigurjónsdóttir
Guðríður Ester Geirsdóttir
Valdimar Gylfason

Varamaður:
Gísli Friðriksson
Herdís Sif Ásmundsdóttir

3. Hverfisráð Eyrarbakka, fimm fulltrúar og tveir til vara.
Siggeir Ingólfsson, formaður
Þórunn Gunnarsdóttir
Gísli Gíslason
Ívar Örn Gíslason
Guðlaug Einarsdóttir Varamaður:
Víglundur Guðmundsson

4. Hverfisráð Sandvíkurhrepps,  fimm fulltrúar og þrír til vara.
Oddur Hafsteinsson, formaður
Guðmundur Lárusson
Anna Gísladóttir
Jónína Björk Birgisdóttir
Hanna Rut Samúelsdóttir
Varamenn: Aldís Pálsdóttir
Jóna Ingvarsdóttir
Arnar Þór Kjærnested

Samþykkt samhljóða.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls.

VIII.    Fundargerðir til staðfestingar. 

1.         a) 1401093 
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  76. fundur frá 2. maí  

            b) 1401065
            Fundargerð fræðslunefndar 44. fundur frá 8. maí

            c) 182. fundur bæjarráðs ( 1401016 ) frá 15. maí

2.         a) 1401093
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 77. fundur frá 13. maí    

            b) 1401095
            Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar 18. fundur frá 14. maí

            c) 183. fundur bæjarráðs ( 1401016 ) frá 22. maí

            Úr fundargerð bæjarráðs til afgreiðslu:
-          liður 15, málsnr. 1405281 – Viðbótarsumarstörf fyrir 18 - 20 ára ungmenni

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði viðbótarfjárveiting vegna viðbótarstarfa fyrir 18 – 20 ára ungmenni sumarið 2014 að fjárhæð 3,8 mkr.  

3.        a) 1401092            
           Fundargerð félagsmálanefndar 34. fundur frá 21. maí            

            b) 184. fundur bæjarráðs ( 1401016 ) frá 30. maí

-          liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 2. maí, lið 4, málsnr. 1404288- Ársreikningur 2013. 

-          liður 1 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 15. maí, lið 8, málsnr. 1402072 – Lóðarumsókn Leós Árnasonar fyrir húsið Ingólf að Eyravegi 1. 

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls. 

-          liður 1 c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 15. maí, lið 13, málsnr. 1401023 – Hlutverk og skilgreining Selfossflugvallar til framtíðar.  

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. 

-          liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 8. maí, lið 6, málsnr. 1404127 – Styrkur úr Sprotasjóði – að auka hæfni, þekkingu og leikni leikskólabarna í læsi .  

-          liður 2 c) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 22. maí, lið 5, málsnr. 1305094 – Viðbygging við Grænumörk 5. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.  

-          liður 2 c) Fundargerð bæjarráðs frá 22. maí – liður 15, málsnr. 1405281 – Viðbótarsumarstörf fyrir 18-20 ára ungmenni. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði viðbótarfjárveiting vegna viðbótarstarfa fyrir 18-20 ára ungmenni sumarið 2014 að fjárhæð 3,8 mkr. 

Var viðbótarfjárveiting borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim lið sem áður hafði verið samþykktur. 

IX.      1406066            
Ráðning framkvæmdastjóra 2014-2018  

Lagt er til að bæjarstjórn Árborgar samþykki að ráða Ástu Stefánsdóttur sem framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar kjörtímabilið 2014-2018. Bæjarráði er falið að ganga frá ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

 Hyggst bæjarfulltrúi, Ásta Stefánsdóttir, þiggja tvöföld laun hjá sveitarfélaginu, bæði sem bæjarfulltrúi og sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins.            
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Eggert Valur Guðmundsson S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð ítreka þá skoðun sína að starfsheiti æðsta embættismanns sveitarfélagsins eigi að vera bæjarstjóri en ekki framkvæmdastjóri eins og tíðkast í öllum öðrum sveitarfélögum á Íslandi af sambærilegri stærð. Það verður að teljast afar athyglisvert í ljósi þess að meirihluti þeirra bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem leggja þessa tillögu fram nú, fannst ástæða til þess á fyrsta fundi á síðasta kjörtímabils að leggja til breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins eftirfarandi tillögu: „ Lagt  er til að 64. grein hljóði svo:  Bæjarstjórn ræður framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Ekki er heimilt að ráða starfandi bæjarfulltrúa í starf framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Gera skal skriflegan ráðningarsamning við hann þar sem m.a skal kveðið á um ráðningartíma, kaup og kjör. Ráðningartími skal staðfestur af bæjarráði“. Þessi tillaga var lögð fram fyrir sléttum fjórum árum af bæjarfulltrúum D- lista þeim Eyþóri Arnalds, Gunnari Egilssyni, Ara Thorarensen, Söndru Dís Hafþórsdóttur og Elfu Dögg Þórðardóttur. Það er því augljóst að afstaða meirihluta þeirra sem leggja nú til að starfandi bæjarfulltrúi verði ráðinn í starf framkvæmdastjóra hefur farið í heilan hring á ekki lengri tíma en raun ber vitni. Undirrituð sitja hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista,  bæjarfulltrúar B-, S-, og Æ lista sátu hjá.

Gunnar Egilsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls og gerðu grein fyrir atkvæðum sínum.

 Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.  

X.  1406048
Tillaga um að bæjarráð fundi á tveggja vikna fresti í sumar

Lagt er til að bæjarráð fundi ekki vikulega frá og með 20. júní til 20. ágúst.  

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.  

Lagt var til að vísa útfærslunni til bæjarráðs, var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

XI.      140048            
Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála

Með vísan til heimildar í 8. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp er lagt til að reglulegur fundur bæjarstjórnar í júlí verði felldur niður og bæjarstjórnarfundur í ágúst verði haldinn 20. ágúst.  Þá er lagt til að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála til sama tíma.  

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.  

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggja til að þrátt fyrir að bæjarráð hafi fullt umboð til endanlegrar afgreiðslu mála í sumarleyfi bæjarstjórnar, fái ráðningarsamningur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins fái umfjöllun og verði endanlega staðfestur á fyrsta fundi fullskipaðrar bæjarstjórnar eftir sumarleyfi.
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi S lista
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S lista

Tillaga Eggerts Vals var borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum D-lista gegn fjórum atkvæðum fulltrúa B-, S- og Æ-lista. 

Tillaga um fyrirkomulag bæjarstjórnarfunda í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum  D-lista, fulltrúar B-, S-, og Æ-lista sátu hjá.  

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls. 

XII.     1406074            
Tillaga frá fulltrúa B-lista – Breyting á almenningssamgöngum innan sveitarfélagsins

Helgi S. Haraldsson, B-lista, fylgdi eftirfarandi tillögu úr hlaði:

Bæjarstjórn Svf. Árborgar samþykkir að hefja strax vinnu við breytingar á almenningssamgöngum innan sveitarfélagsins með það að markmiði að stórauka tíðni ferða innan sveitarfélagsins alla daga vikunnar.

Greinargerð:

Það er ljóst að það brennur mikið á íbúum sveitarfélagsins að almenningssamgöngur innan þess séu alls ekki í nógu góðu lagi.  M.a er ekkert ekið um helgar, ferðir of fáar og þjónustan ekki nógu góð.  Stokka þarf upp þetta kerfi og má velta fyrir sér hvort það eigi að vera hluti af kerfi Strætó bs,  alfarið á könnu sveitarfélagsins eða að hluta.  Einnig þarf að gera könnun meðal íbúanna hvaða tímasetningar henta best til að sem mest not séu fyrir þá.
Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Lagt er til að vísa tillögunni til bæjarráðs, var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   

XIII.   1406075            
Tillaga frá fulltrúa B-lista – Hækkun á niðurgreiðslu til foreldra með börn hjá dagforeldrum

Helgi S. Haraldsson, B-lista, fylgdi eftirfarandi tillögu úr hlaði:
Bæjarstjórn Svf. Árborgar samþykkir að hækka niðurgreiðslur til foreldra með börn hjá dagforeldrum í sveitarfélaginu, þannig að foreldrar borgi sama gjald og fyrir sömu vistun,  ef barnið væri á leikskóla. 

Greinargerð:
Meðan þörf er á þjónustu dagforeldra í sveitarfélaginu og börn komast ekki inn á leikskóla hefur það hamlandi áhrif á að foreldrar komist aftur út á vinnumarkað. Í  dag þarf að greiða helmingi hærra gjald til dagforeldra en sambærilegt leikskólagjald og því margir foreldrar sem hreinlega hafa ekki efni á því að snúa aftur til vinnu eftir fæðingarorlof eða yfir höfuð að senda barn til dagforeldra.

Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista. 

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsson, S-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.            

Lagt er til að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar, tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:15

Ásta Stefánsdóttir                                             
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                      
Gunnar Egilsson
Kjartan Björnsson                                             
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson                             
Arna Ír Gunnarsdóttir
Eyrún Björg Magnúsdóttir                                
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica