Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


17.10.2018

12. fundur bæjarráðs

12. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn miðvikudaginn 17. október 2018, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista Sigurður Ágúst Hreggviðsson, varamaður, Á-lista Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, ritaði fundargerð Formaður bauð Sigurð velkominn á sinn fyrsta bæjarráðssfund. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá styrkbeiðni frá handknattleiksdeild Umf. Selfoss vegna þátttöku í Evrópukeppni í handknattleik. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Almenn erindi
1.   1809148 - Tillaga UNGSÁ um heimavist við FSu 1-1809148
  Erindi var vísað til bæjarráðs á 4. fundi bæjarstjórnar.
  Bæjarráð tekur undir með ungmennaráði. Brýn nauðsyn er til þess að á Selfossi sé heimavist þannig að FSU geti með góðu móti þjónað ungu fólki á Suðurlandi. Málið hefur þegar verið rætt á fundi með þingmönnum Suðurlands og verður lögð fram ályktun vegna þess frá framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Árnesinga á haustfundinum sem verður næstkomandi mánudag. Bæjaryfirvöld munu leggja mikla áherslu á að málið leysist farsællega.
     
2.   1809025 - Kæra - íbúakosning í Sveitarfélaginu Árborg 2-1809025
  Tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu, dags. 21. september, um kæru vegna úrskurðar kjörnefndar sem skipuð var á grundvelli 2.mgr. 93. gr. laga nr. 5/1998 vegna íbúakosninga sem fram fór í Sveitarfélaginu Árborg.
  Lagt fram til kynningar.
 
     
3.   1810073 - Rekstrarleyfisumsögn endurnýjun - Selfoss Hostel 3-1810073
  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 9. október, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II að Austurvegi 28 á Selfossi.
  Bæjarráð frestar afgreiðslu þar til umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa liggur fyrir.
     
4.   1810048 - Byggðakvóti fiskveiðiársins 2018-2019 4-1810048
  Auglýsing frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 2. október, um umsóknir um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019. Sækja þarf um byggðakvóta fyrir 1. nóvember nk.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir hönd sveitarfélagsins.
     
5.   1810098 - Skýrslan Mannvirki á miðhálendinu - framfylgdarverkefni Landsskipulagsstefnu 2015-2026 liður 5 - Hægt er að nálgast prentað eintak skýrslunnar hjá Skipulagsstofnun en nánari upplýsingar um verkefnið og skýrsluna eru á skipulag.is.liður 6 - https://www.althingi.is/altext/149/s/0173.htmlliður 7 -https://www.althingi.is/altext/149/s/0174.html 
  Lagt fram til kynningar.
     
6.   1810113 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun árin 2019-2023 6-1810113
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 12. október, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, mál 172. Umsagnarfrestur er til 26. október.
  Bæjarráð mótmælir því að ný brú yfir Ölfusá skuli ekki vera á dagskrá næstu fimm árin. Einnig skal átalið að ekki sé ráðist strax í tvöföldun vegarins á milli Selfoss og Hveragerðis, heldur látið nægja að gera 2 1 veg. Bæjarráð vekur athygli á að þessi vegarkafli er einn hættulegasti vegarkafli landsins eins og opinberar slysatölur segja til um. Bæjarstjóra er falið að gera athugasemdir við þessi atriði og önnur sem eru aðfinnsluverð í fimm ára samgönguáætlun.
     
7.   1810114 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 7-1810114
  Erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 12. október, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033, mál 173. Umsagnarfrestur er til 26. október.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn athugasemdir fyrir hönd sveitarfélagsins.
 
     
8.   1810120 - Styrkbeiðni handknattleiksdeildar Umf. Selfoss vegna Evrópukeppni 8-1810120
  Ósk handknattleiksdeildar Umf. Selfoss um stuðning við þátttöku deildarinnar í Evrópukeppninni, með sérstöku fjárframlagi.
  Bæjarráð Árborgar samþykkir að veita handknattleiksdeild Umf. Selfoss styrk að upphæð 1,2 milljónir króna vegna þátttöku karlaliðsins í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik. Um er að ræða mikið afrek hjá liðinu sem nú er komið í 3. umferð keppninnar og á möguleika á að komast fyrst íslenskra liða áfram í riðlakeppnina sem byrjar í febrúar. Þátttaka í Evrópukeppninni er hins vegar mjög kostnaðarsöm fyrir deildina og vegur ferðakostnaður þar þyngst. Engir opinberir sjóðir eða styrkir frá HSÍ eru til staðar til að sækja í og kostnaður við hverja umferð hleypur á milljónum. Það má því segja að um sé að ræða tilraunaverkefni hjá handknattleiksdeild sem alveg er óljóst hvernig tekst að leysa fjárhagslega. Vegna glæsilegs árangurs liðsins vill Sveitarfélagið Árborg styrkja þessa þátttökutilraun deildarinnar með sérstöku einsskiptis fjárframlagi, eins og að framan greinir.  Sveitarfélagið hvetur jafnframt fyrirtæki og einstaklinga til að leggja hönd á plóg í þessu mikla verkefni.Bæjarstjóra falið að finna þessu framlagi stað í fjárhagsáætlun og leggja viðauka fyrir bæjarstjórn ef þörf er á.
     
Fundargerðir til kynningar
9.   1806174 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018 - ný nefnd
  10. fundur haldinn 2. október. 11. fundur haldinn 4. október.
     
10.   1806175 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2018 - ný nefnd
  3. fundur haldinn 3. október.
     
11.   1806177 - Fundargerðir fræðslunefndar 2018
  4. fundur haldinn 10. október.
     
12.   1810108 - Fundargerðir Leigubústaða Árborgar ehf. 2018 12-1810108
  Haldinn 8. október.
     
13.   1802059 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018 13-1802059
  270. fundur haldinn 1. október.
     
14.   1802004 - Fundargerðir stjórnar SASS 2018 14-1802004
  537. fundur haldinn 3. október.
     
15.   1802019 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018 15-1802019
  863. fundur haldinn 26. september.
     
       
  Formaður vekur athygli á að næsti reglulegi fundur bæjarráðs mun falla niður að óbreyttu. Næsti fundur bæjarráðs verður þá haldinn 1. nóvember. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10
Eggert Valur Guðmundsson   Sigurður Ágúst Hreggviðsson
Kjartan Björnsson   Gísli Halldór Halldórsson
     
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica