Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1701028 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar |
|
45. fundur haldinn 28. nóvember |
|
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
2. |
1701024 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar |
|
44. fundur haldinn 6. desember 45. fundur haldinn 15. desember |
|
-liður 5, 1711269, framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborun að Langanesi. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt.
-liður 10, 1712013, fyrirspurn um nafnabreytingu að Byggðarhorni. Lagt er til við bæjarstjórn að nafnabreyting verði samþykkt.
-liður 16, 1712063, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum göngu og hjólastíg meðfram Eyrarbakkavegi. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt.
-liður 18, málsnr. 1712066, umsókn Árna F. Jóhannessonar og Jóns Þórs Viðarssonar um leyfi til að staðsetja kynningarvagn að Austurvegi 2, Selfossi. Bæjarráð samþykkir leyfi til reynslu í sex mánuði.
-liður 20, málsnr. 1712050, umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir færslu á Votmúlavegi. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt.
-liður 23, málsnr. 1712128, tillaga að aðalskipulagsbreytingu að Lágengi 10, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að aðalskipulagi lóðarinnar verði breytt í íbúðalóð.
-liður 27, málsnr. 1712146, umsókn Gagnaveitunnar um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Árveg. Lagt er til við bæjarstjórn að leyfið verði veitt með því skilyrði að haft verði samráð við framkvæmda- og veitusvið varðandi yfirborðsfrágang.
Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
Fundargerðir til kynningar |
3. |
1705229 - Fundargerðir Sandvíkurseturs ehf. 3-1705229 |
|
Fundur haldinn 14. desember |
|
Lagt fram. |
|
|
|
4. |
1705226 - Fundargerðir Leigubústaða Árborgar ses 2017
4-1705226 |
|
Fundur haldinn 14. desember |
|
Lagt fram. |
|
|
|
5. |
1702103 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2017
5-1702103 |
|
183. fundur haldinn 15. desember |
|
Lagt fram. |
|
|
|
6. |
1701154 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 201
6-1701154 |
|
Félagafundur haldinn 15. desember |
|
Lagt fram. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
7. |
1712155 - Viðræður um sameiningu sveitarfélaga
7-1712155 |
|
Svar Flóahrepps við erindi Sveitarfélagins Árborgar um viðræður um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. |
|
Bæjarráð samþykkir að funda með sveitarstjórn Flóahrepps og felur framkvæmdastjóra að finna fundartíma í samráði við sveitarstjóra Flóahrepps. |
|
|
|
8. |
1712132 - Tækifærisleyfi - þorrablót í Stað, Eyrarbakka
8-1712132 |
|
Beiðni Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 12. desember, þar er óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts á Eyrarbakka. |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
9. |
1712156 - Tækifærisleyfi - Hvíta húsið, jól og áramót 2017
9-1712156 |
|
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn um rekstrarleyfi um jól og áramót í Hvíta húsinu. |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið miðað við að leyfi verði veitt til kl. 04. |
|
|
|
10. |
1712163 - Tækifærisleyfi /tímabundið áfengisleyfi - Frón um áramót 2017/2018
10-1712163 |
|
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 15. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna áramótaballs á Fróni 31. desember. |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið miðað við að leyfi verði veitt til kl. 04. |
|
|
|
11. |
1712157 - Endurgreiðsla vsk. vegna fráveituframkvæmda |
|
Bæjarráð ítrekar áskorun til stjórnvalda um að hefja aftur endurgreiðslu virðisaukaskatts á fráveituframkvæmdir sveitarfélaga eins og gert var á árunum 1995-2008. Sú aðgerð myndi flýta verulega nauðsynlegum fráveituframkvæmdum sveitarfélaga sem eru verulega kostnaðarsamar. Bæjarráð telur heldur ekki eðlilegt að kostnaður við fráveituframkvæmdir skapi tekjustofn fyrir ríkissjóð í formi virðisaukaskatts. |
|
|
|
12. |
1606089 - Umhverfisstefna |
|
Umræður um endurskoðun umhverfisstefnu Árborgar |
|
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að kanna kostnað við að fá utanaðkomandi sérfræðing til að halda utan um og stýra vinnu við gerð umhverfisstefnu. |
|
|
|
13. |
1712167 - Tillaga - endurvakning umhverfisnefndar
13-1712167 |
|
Tillaga Örnu Írar Gunnarsdóttur, bæjarfulltrúa S-lista, um að endurvekja umhverfisnefnd. |
|
Lögð var fram tillaga Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista:
Undirrituð leggur til að sérstök umhverfisnefnd verði endurvakin í Svf. Árborg.
Greinargerð:
Umhverfismál í víðu samhengi verða sífellt stærri og mikilvægari málaflokkur. Að mati undirritaðrar hafa umhverfismál ekki haft það vægi sem þau ættu að hafa í stjórnsýslu sveitafélagsins Árborgar. Það er algerlega nauðsynlegt að sveitarfélag af þeirri stærðargráðu sem Svf. Árborg er, hafi sérstaka umhverfisnefnd þar sem mörg verkefni eru framundan í þessum málaflokki, eins og t.d. mótun umhverfisstefnu. Starfsemi umhverfisnefnda er auk þess afar þýðingarmikil þegar kemur að því að vera bæjarstjórn til ráðgjafar og veita umsagnir í málefnum sem varða umhverfismál, skipulagsmál og náttúruvernd.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista.
Með vísan til liðar 11 þar sem samþykkt var að kanna kostnað við utanaðkomandi vinnu við gerð umhverfisstefnu samþykkir bæjarráð að í framhaldi af því verði skoðað hvort tilefni sé til að endurvekja umhverfisnefnd. |
|
|
|
14. |
1712165 - Fjárframlög til HSu |
|
Bókun um fjárframlög til HSu. |
|
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Fjárframlög til stofnunarinnar fylgja ekki þörfinni, en auk íbúa á svæðinu sem hefur fjölgað umtalsvert á skömmum tíma, þjónar stofnunin þúsundum gesta í sumarhúsum á Suðurlandi og þeim stóraukna fjölda ferðamanna sem sækir Suðurland heim, en um 90% ferðamanna sækir Suðurland heim. Horfa verður til þess að þjónusta Heilbrigðisstofnunar Suðurlands tekur yfir mjög stórt landsvæði og er veitt t.d. með rekstri heilsugæslustöðva mjög víða á svæðinu og sjúkraflutningum um allt svæðið, bæði í byggð og á hálendinu. |
|
|
|
15. |
1612059 - Tillaga - Sveitarfélagið Árborg skilgreint sem barnvænt sveitarfélag
15-1612059 |
|
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi kom inn á fundinn og kynnti stöðu mála vegna vinnunnar. |
|
|
|
16. |
1712164 - Beiðni um vilyrði - uppbygging ofan við fjöruna á Eyrarbakka
16-1712164 |
|
Erindi frá 1765 ehf., dags. 17. desember, þar sem óskað er eftir vilyrði vegna uppbyggingar við höfnina á Eyrarbakka. |
|
Guðmundur Ármann Pétursson kom inn á fundinn og kynnti hugmyndina. Bæjarráð samþykkir vilyrði til 1765 ehf. fyrir landi við Eyrarbakkahöfn og í fjörunni vestan við höfnina til sex mánaða. |
|
|
|
17. |
1703233 - Fundartími bæjarráðs 2017 |
|
Fundur bæjarráðs milli jóla og nýárs |
|
Bæjarráð samþykkir að fella niður reglulegan fund í næstu viku. |
|
|
|
18. |
1711264 - Viðbygging við leikskólann Álfheima |
|
Tilboð Erum arkitekta í hönnun viðbyggingar við leikskólann Álfheima |
|
Ari B. Thorarensen vék af fundi.
Bæjarráð samþykkir töku tilboðsins. |
|
|
|
19. |
1712063 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum göngu- og hjólastíg meðfram Eyrarbakkavegi |
|
Kaup á landi úr Litlu- og Stóru- Sandvík, Stekkum og Geirakoti til lagningar göngu- og hjólastígs. |
|
Bæjarráð felur Sigurði Sigurjónssyni hrl. að halda áfram viðræðum við landeigendur. |
|
|
|