Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


11.1.2019

20. fundur bæjarráðs

  20. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 10. janúar 2019 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.  Mætt:                      Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 7. janúar sl. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1812188 - Skýrsla - starfsemi héraðsskjalasafna 1-1812188
  Erindi frá Þjóðskjalasafni Íslands, dags. 18. desember, um starfsemi héraðsskjalasafna.
  Lagt fram til kynningar.
     
2. 1901030 - Atvinnumál - afsláttur af hitaveitugjaldi fyrir sæbjúgnaeldi 2-1901030
  Beiðni Sæbýlis ehf, dags. 6. Janúar, þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á heitu vatni frá Selfossveitum.
  Bæjarráð samþykkir erindið. Jafnframt óskar bæjarráð eftir ársreikningi síðasta árs og áætlun um framhald starfseminnar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka til endurskoðunar reglur um styrki til nýsköpunar og leggja drög að nýjum reglum fyrir bæjarráð.
     
3. 1901034 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Notkun á heimasíðu 3-1901034
  Fyrirspurn til bæjarráðs varðandi notkun á heimasíðu sveitarfélagsins. Á heimasíðu sveitarfélagsins var birtur pistill bæjarstjóra hinn 21. desember sl. þar sem viðraðar voru hugleiðingar hans um mögulega sölu á tæplega helmings hlut í fráveitu sveitarfélagsins og hvað salan gæti haft í för með sér. Í tilefni af pistlinum óskar undirritaður eftir upplýsingum um hvort áherslubreytingar hafi verið gerðar varðandi notkun heimasíðunnar, þannig að hún sé notuð í pólitískum tilgangi? Hafa slíkar breytingar verið kynntar og er það nú svo að allir bæjarfulltrúar geti birt þar sínar pólitísku hugleiðingar? Stendur bæjarfulltrúum til boða að birta þar pistla þar sem brugðist er við einhliða og mögulega villandi upplýsingum . Gunnar Egilsson, D-lista.
  Svar: Pistill bæjarstjóra á heimasíðu var liður í að upplýsa íbúa um það mál sem var til umræðu í bæjarstjórn, enda um stórt mál að ræða sem þarfnast ítarlegrar umfjöllunar. Lögð verður áhersla á að veita íbúum sem bestar upplýsingar á vef Árborgar og að bæta þjónustu við þá með gerð nýs vefjar sveitarfélagsins. Ekki stendur fyrir dyrum ákvörðun um að bæjarfulltrúum bjóðist að birta pistla eða hugleiðingar á vef Árborgar.
     
4. 1901035 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Eignarhald á Innviðum fjárfestingum slhf 4-1901035
  Fyrirspurn til bæjarráðs varðandi eignarhald á Innviðum fjárfestingum slhf. Hverjir eru eigendur Innviða fjárfestinga slhf.? Óskað er eftir að lögð verði fram í bæjarráði gögn um eignarhald á Innviðum fjárfestingum slhf. Gunnar Egilsson, D-lista.
  Gögn lögð fram skriflega á fundinum.
     
5. 1812186 - Endurskoðun kosningalaga 5-1812186
  Erindi frá starfshóp um endurskoðun kosningalaga, dags. 19. desember, þar sem óskað er eftir athugasemdum við endurskoðun á kosningalögum.
     
6. 1207024 - Skaðabótakrafa - Gámaþjónustan hf. og útboð sorphirðu í Árborg
  Dómur Héraðsdóms Suðurlands í máli Gámaþjónustunnar (EKO Eignir ehf) gegn Sveitarfélaginu Árborg verður lagður fram á fundinum samkvæmt beiðni bæjarfulltrúa, D-lista.
  Samkvæmt beiðni bæjarfulltrúa D-lista eru lagðir fram til kynningar dómar Héraðsdóms Suðurlands í málum nr. 147/2013 og E-61/2017. Undirritaðir bæjarfulltrúar telja ekki tímabært að taka dómana til umfjöllunar í bæjarráði fyrr en bæjarstjórn hefur náð að funda með bæjarlögmanni til að fara yfir niðurstöður málanna. Að beiðni bæjarlögmanns er áformað að slíkur fundur verði settur á síðar í þessum mánuði, þegar áfrýjunarfrestur málsins er liðinn. Lagt er til að frekari umræðum um þessi mál verði frestað þar til framangreindur fundur með bæjarlögmanni hefur farið fram. Vert er vekja athygli, að á heimasíðu sveitarfélagsins er fréttatilkynning frá 20.des sl. þar sem tekin eru saman aðalatriði í niðurstöðu Héraðsdóms í umræddu máli, að auki eru dómarnir aðgengilegir á heimasíðu Héraðsdóms Suðurlands. Eggert Valur Guðmundsson, S- lista Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á- listaSamþykkt 2-1. Gunnar Egilsson, D-lista, greiddi atkvæði á móti.
     
7. 1901038 - Tillaga - Skoðun á samstarfi við Innviðasjóð slhf. 7-1207024
  Tillaga um skoðun á samstarfi við Innviðasjóð slhf. Lagt er til við bæjarráð að endurskoðunarfyrirtæki verði fengið til að leggja mat á hugmyndir um aðkomu Innviðasjóðs að fráveitunni. Fengið verði álit og samanburður á þessum kosti og óbreyttri stöðu og hvernig það hefur áhrif á efnahag og fjárfestingarmöguleika Sveitarfélagsins Árborgar.
  Bæjarráð samþykkir tillöguna.
     
8. 1812039 - Hugmyndir um frístundamiðstöð á Selfossi 8-1812039
  Tillaga frá bæjarstjóra, menningar- og frístundafulltrúa, félagsmálastjóra og fræðslustjóra. Sveitarfélaginu Árborg hefur nú boðist til kaups húsnæði sem hugsanlegt væri að nota undir starfsemi frístundamiðstöðvar eins og henni er lýst í greinargerð menningar- og frístundafulltrúa og félagsmálastjóra. Lagt er til við bæjarráð að gerð verði ástandsskoðun á húsnæðinu og kannað hvort það hæfir til starfseminnar. Jafnframt er lagt til að umfjöllun um hugsanlega frístundamiðstöð verði vísað til félagsmálanefndar, fræðslunefndar og íþrótta- og menningarnefndar.
  Bæjarráð samþykkir tilöguna með fyrirvara um að ástandsskoðun rúmist innan fjárhagsáætlunar. Greinargerðin fylgi til umfjöllunar í félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og menningarnefnd.
     
Fundargerðir til kynningar
9. 1806174 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018 - ný nefnd
  17. fundur haldinn 19. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
10. 1806173 - Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 - ný nefnd
  11. fundur haldinn 19. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
11. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki 9-1806174
  9. fundur haldinn 19. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
12. 1802004 - Fundargerðir stjórnar SASS 2018
  540. fundur haldinn 7. desember 541. fundur haldinn 27. desember
  Lagt fram til kynningar.
     
13. 1901039 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019 13-1901039
  275. fundur haldinn 7. janúar og fréttatilkynning um útflutning á sorpi frá Suðurlandi.
  Lögð var fram fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands og fréttatilkynning SOS. Í ljósi alvarlegrar stöðu sem upp er komin í málefnum Sorpstöðvar Suðurlands leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að flokkun lífræns sorps verði hafin í sveitarfélaginu eins fljótt og mögulegt er og að keyptar verði tunnur fyrir sveitarfélagið til að hefja lífræna flokkun. Samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun, kostnaður er áætlaður um kr. 16 milljónir.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:05  
Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson
     
   

Þetta vefsvæði byggir á Eplica